Atvinnulíf

Sögurnar í fyrra: Vinnan og lífið

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Kaffispjallið á Vísi nýtur fádæma vinsælda um helgar en þar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Í helgarviðtölum Atvinnulífsins heyrum við skemmtilegar sögur af fólki og fyrirtækjum. Hverjir ætli verði viðmælendur árið 2022?
Kaffispjallið á Vísi nýtur fádæma vinsælda um helgar en þar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Í helgarviðtölum Atvinnulífsins heyrum við skemmtilegar sögur af fólki og fyrirtækjum. Hverjir ætli verði viðmælendur árið 2022?

Um helgar segjum við sögur í Atvinnulífinu á Vísi eða höfum gaman af því að kynnast fólki í ólíkum störfum á öðruvísi hátt en hefðbundið er.

Hér er skemmtileg samantekt sem sýnir brot af helgarefni Atvinnulífsins árið 2021.

Kaffispjallið um helgar nýtur fádæma vinsælda á Vísi en þar fáum við oftar en ekki að heyra eitthvað um daglegt líf fólks sem við annars værum ekki upplýst um.

Til dæmis um morgunmatinn.

Eða um morgunknúsin sem geta verið alls konar.

Svo ekki sé talað um heimilislíf þeirra sem eiga gæludýr.

Eða ferðarlögin.

Fleiri viðmælendur í kaffispjalli má sjá HÉR.

Helgarviðtöl Atvinnulífsins eru alltaf vinsæl en þar fáum við að heyra sögurnar á bakvið fólkið og fyrirtækin.

Fleiri helgarviðtöl atvinnulífsins má lesa HÉR.

Þá fórum við yfir ævi og störf Sigríðar Snævarr sem fagnaði 30 ára sendiherraafmæli á liðnu ári.

Og heyrðum magnþrungna sögu Friðriks Más Þorsteinssonar, eiganda eins stærsta vinnustaðar í Grimsby, sem greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA árið 2019 og mun senn missa röddina og fara í hjólastól.

Jólaviðtalið 2021 var síðan um ævi og störf Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur sem fór í gegnum hæðir og lægðir í einkalífi og starfi, áður en hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska sjálfan þig.


Tengdar fréttir

„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“

Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar.

„Af hverju erum við hér?“

„Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin.

„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“

„Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×