Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:45 Húsnæðið er sagt henta vel undir starfsemina. Arctic Fish Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu. Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu.
Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira