Breska ríkisútvarpið greinir frá því að tvítug kona, sem talin er hafa fætt barnið í flugvélinni, hafi verið handtekin. Barnið fannst við reglubundna skoðun tollgæsluliða á vélinni, sem var að koma frá Madagaskar.
Farið var með barnið á spítala og konan látin undirgangast próf sem staðfesti að hún hefði nýlega eignast barn. Hún var lögð inn á spítala undir eftirliti lögreglu.
BBC greinir frá því að konunni og barninu heilsist báðum vel. Ráðgert er að yfirheyra konuna, sem er frá Madagaskar, þegar hún útskrifast af spítala. Í kjölfarið verði hún að öllum líkindum ákærð fyrir að skilja barnið eftir í ruslinu.