Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 09:08 Ásgeir Sveinsson. Aðsend Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54