Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna.
Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker).
Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC.
Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt.
Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá.