Í tilkynningu segir að á fundinum muni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, fara yfir stöðu mála vegna COVID-19 faraldursins. Sérstök áhersla verði lögð á bólusetningu barna og stöðu Landspítalans.
Fundurinn verður sá 193. í röðinni.