„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 20:07 Það er stutt á milli tveggja bústaða við Elliðavatn, sem hafa hvor um sig brunnið til grunna með um viku millibili. Varla tilviljun, segir slökkviliðið. Vísir/Egill Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Sjá mátti síðustu glóðirnar í sumarbústað sem brann við Elliðavatnið í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Aðeins fjögur hundruð metrum frá brann annar bústaður fyrir aðeins um viku síðan. Fréttastofa ræddi þá við konu í stjórn bústaðafélagsins á svæðinu og hún sagði að fólki stæði ekki á sama. Á milli þrjú og fjögur aðfaranótt síðasta miðvikudags kom upp eldur í skúr við Elliðavatn án þess að eldsupptök væru kunn. Viku síðar kemur upp eldur steinsnar frá á sama tíma um nótt en í það skiptið í sumarbústað sem sannarlega er viðvera í á sumrin. Það er altjón á staðnum. Kristján Sigfússon, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Hér var alelda hús þegar við komum í nótt. Þá var markmiðið að vernda gróður hér í kring og leyfa þessu að brenna. Þetta er náttúrulega þannig svæði að þetta gerir okkur slökkvistarf svolítið erfitt af því að þetta er vatnsverndarsvæði og við þurfum að takmarka notkun á slökkviefnum og slökkvivatni,“ segir Kristján Sigfússon aðstoðarvarðstjóri. Langt er síðan eldur kom upp á þessu svæði. Rannsóknarlögregla kom á vettvang í dag en eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu litlu nær um eldsupptök. „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun,“ segir Kristján, og að leiða megi líkum að því að þetta sé íkveikja. Svo stutt sé á milli atvikanna. Nóttin var lygn með eindæmum og þeim mun tilkomumeiri var eldurinn. Þar sem slökkviliðsmenn gátu lítið gert til að hemja eldinn vörðu þeir kröftum sínum í að tryggja umhverfið og gróðurinn í kring. „Þetta er bara mjög sorglegt og hvimleitt að þetta skuli gerast. Þetta setur gróður í hættu og vatnsból höfuðborgarsvæðisins líka í hættu, þannig að okkur þykir þetta ekki sniðugt mál,“ segir Kristján.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. 4. janúar 2022 10:56
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18