Covid virðist hafa verið innblástur fyrir tískustraumana sem eru í gangi en svokölluð afslöppuð tíska er að koma sterk inn. Það þarf því ekki að fara úr kósígallanum sem margir hafa verið í síðustu mánuði.
,,Tískumerki eins Louis Vuitton og Gucci og Fear Of God, kannist þið við það? Kannist þið við Fear Of God? – það er kannski þessi merki sem hafa verið að tröllríða þessu trendi núna“
sagði hann þegar hann lagði Þorgeiri og Völu línurnar í Reyjavík Síðdegis í gær.
Það eru líka þessi mjúku efni, þessi hlýju mjúku efni sem er kannski sterkasta stefnan. Gummi bendir á að þessir tískustraumar eru líka í Zöru og H&M svo það er viðráðanlegt fyrir flesta að fylgja þessum straumum. Þú getur verið í jogging galla frá Zöru, HM eða í jogging galla frá Louis Vuitton, allt snýst þetta um að hafa fallega aukahluti með.
Gummi segir yngri kynslóðin vera meira með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni og augljóst að hann hefur mikla ástríðu fyrir tísku.
Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.