Bandarískur fræðimaður lýsir upplifun sinni af blóðmerahaldi á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 08:47 Lally segir básana hafa verið heimagerða úr hinu og þessu lauslegu og jafnan í töluverðri fjarlægð frá bæjunum. Myndin er skjáskot úr heimildarmynd um blóðmerahald og var ekki tekið á þeim bæjum sem Lally heimsótti. Skjáskot „Sumar merarnar voru alræmdar fyrir mótstöðu sína og brutu stundum básana við að reyna að kasta sér yfir hliðið. Harpa, grá meri sem kom oft út ötuð í blóðslettum, var fræg fyrir þann hæfileika sinn að geta kastað sér niður á hliðina í litlum básnum.“ Þannig hljóðar lýsing mannfræðingsins Anne Elyse Lally, sem dvaldi hér á landi við vinnslu doktorsritgerðar sinnar árin 2013 til 2015 og fylgdist með bústörfum á nokkrum býlum og tók meðal annars þátt í blóðtöku hjá blóðmerum. Lally er nú fræðamaður við Buffalo University en rannsókn hennar á Íslandi miðaði meðal annars að því að skoða hvernig daglegt líf ólíkra dýrategunda verður þáttur í matvælaframleiðslu- og fæðukeðjunni; til að mynda hvernig daglegur raunveruleiki íslenskra mera og folalda þeirra skilar sér í svínakjötsmáltíð á kvöldverðarborði kanadískrar fjölskyldu. Blendnar tilfinningar meðal bænda? „Ég er kominn til að sækja blóðið þitt,“ sagði aðkomandi við Lally þar sem hún var við bústörf á jörðinni Miðkoti skammt frá Hvolsvelli. „Það tók mig smá stund að átta mig á því að hann var kominn til að sækja þá 40 fimm lítra brúsa af hrossablóði sem voru geymdar í hjólhýsi fyrir framan níðurníddan bílskúr við hlíðina þar sem hlaðan stóð,“ segir Lally. Í grein sem birtist í tímaritinu Cuizine, segir Lally aðstöðuna þar sem blóðtakan fór fram jafnan hafa verið í nokkurri fjarlægð frá bæjunum og dregur þá ályktun að það sé til marks um blendnar tilfinningar bændanna til blóðtökunnar. Lally segir siðferðið að baki blóðmerahaldinu oft hafa verið rætt við matarborðið í Miðkoti. Myndir þú vilja vera blóðmeri? Fá að lifa án samskipta við manninn stóran hluta ársins og frjáls til að ganga um frjáls og eiga samskipti við önnur hross? „Í stuttu máli var annast um dýrin,“ segir Lally. Væri rangt að láta merarnar eiga folald á hverju ári? Ætti að túlka máttleysi þeirra eftir blóðtöku sem misnotkun? Væri ótti þeirra í básunum að valda andlegum skaða? Hún því hvernig merunum var smalað inn í heimagerða bása sem höfðu verið settir saman úr ýmsu lauslegu, biti settur fyrir aftan þær til að loka þær af og reipi fest um þær miðjar. Þá var múl komið á höfuð þeirra svo hægt væri að lyfta því upp þannig að dýralæknirinn ætti greiðan aðgang að hálsinum. „Björgvin Þórisson, dýralæknirinn sem var fenginn til að sinna blóðtöku á svæðinu, mætti á staðinn þegar merunum hafði verið safnað saman í hlöðuna og sorteraðar. Hann og hundurinn sem stundum kom með honum; púðluhundur sem naut þess að sleikja upp blóðið sem fór til spillis við blóðtökuna, mættu skömmu eftir klukkan sjö á mánudögum,“ segir Lally. Stungusvæðið var rakað og deyft og fimm lítrar teknir. Tilraunir á dýrum, ekki búgrein Lally segir merarnar hafa verið misviljugar til að koma á básana; þær sem hefðu áður verið höndlaðar af mannfólkinu hefðu verið rólegri en hinar agressívari. Björgvin hefði líkt áðurnefndri Hörpu við gosið í Bárðarbungu þegar þau freistuðu þess að fá hana til að standa á fætur. „Þrátt fyrir mótmæli hennar varð hún áfram ein af hópnum sem tekið var blóð úr, þar sem hún gaf af sér hátt hlutfall eCG á þeim hámarksfjölda vikna sem blóðtaka er heimiluð.“ ECG er hormónið sem unnið er úr blóði hryssna til svínkjötsframleiðslu. Blóð var tekið úr merunum einu sinni á viku í átta vikur, eða þar til ekkert eCG mældist lengur hjá Ísteka. Lally segir fyrirtækið hafa hvatt til þess að hjarðir væru stækkaðar með því að greiða meira per líter þegar heildarmagnið hafði náð ákveðnu viðmiði. Lally ræddi við bændur, dýralækna, sérfræðinga og opinbera starfsmenn en einn þeirra var Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Lally segir Sigríði hafa ítrekað að blóðmerahald væri ekki búgrein; þvert á móti væri um að ræða dýratilraunir og því félli starfsemin undir lög og reglur Evrópusambandsins um velferð dýra. Ógegnsær iðnaður og fátt um lög og reglur Í þessu sambandi er vert að vekja athygli á því að leyfi Ísteka frá Matvælastofnun var upphaflega veitt á grundvelli reglugerðar um dýratilraunir nr. 279/2002 en reglugerðin var felld úr gildi árið 2017. Í staðinn kom reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni en hún var þannig smíðuð að blóðmerahald féll ekki lengur þar undir. Þannig eru nú hvorki „ákvæði í lögum um velferð dýra né í afleiddum reglugerðum sem kveða á um að blóðataka úr fylfullum hryssum sé leyfisskyld starfsemi,“ eins og segir í umsögn MAST um frumvarp um bann við blóðmerahaldi. Í grein sinni segist Lally ítrekað hafa freistað þess að ná í Ísteka, sem kaupir hrossablóðið af bændum. Hún segir engar upplýsingar liggja fyrir um viðskiptamenn fyrirtækisins erlendis og þrátt fyrir sýnileg ummerki blóðmerahaldsins á Íslandi sé iðnaðurinn að öðru leyti algjörlega ógagnsær. Þá sé fátt um lög og reglur þegar kemur að framleiðslu, vinnslu og sölu til lyfjafyrirtækja. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira
Þannig hljóðar lýsing mannfræðingsins Anne Elyse Lally, sem dvaldi hér á landi við vinnslu doktorsritgerðar sinnar árin 2013 til 2015 og fylgdist með bústörfum á nokkrum býlum og tók meðal annars þátt í blóðtöku hjá blóðmerum. Lally er nú fræðamaður við Buffalo University en rannsókn hennar á Íslandi miðaði meðal annars að því að skoða hvernig daglegt líf ólíkra dýrategunda verður þáttur í matvælaframleiðslu- og fæðukeðjunni; til að mynda hvernig daglegur raunveruleiki íslenskra mera og folalda þeirra skilar sér í svínakjötsmáltíð á kvöldverðarborði kanadískrar fjölskyldu. Blendnar tilfinningar meðal bænda? „Ég er kominn til að sækja blóðið þitt,“ sagði aðkomandi við Lally þar sem hún var við bústörf á jörðinni Miðkoti skammt frá Hvolsvelli. „Það tók mig smá stund að átta mig á því að hann var kominn til að sækja þá 40 fimm lítra brúsa af hrossablóði sem voru geymdar í hjólhýsi fyrir framan níðurníddan bílskúr við hlíðina þar sem hlaðan stóð,“ segir Lally. Í grein sem birtist í tímaritinu Cuizine, segir Lally aðstöðuna þar sem blóðtakan fór fram jafnan hafa verið í nokkurri fjarlægð frá bæjunum og dregur þá ályktun að það sé til marks um blendnar tilfinningar bændanna til blóðtökunnar. Lally segir siðferðið að baki blóðmerahaldinu oft hafa verið rætt við matarborðið í Miðkoti. Myndir þú vilja vera blóðmeri? Fá að lifa án samskipta við manninn stóran hluta ársins og frjáls til að ganga um frjáls og eiga samskipti við önnur hross? „Í stuttu máli var annast um dýrin,“ segir Lally. Væri rangt að láta merarnar eiga folald á hverju ári? Ætti að túlka máttleysi þeirra eftir blóðtöku sem misnotkun? Væri ótti þeirra í básunum að valda andlegum skaða? Hún því hvernig merunum var smalað inn í heimagerða bása sem höfðu verið settir saman úr ýmsu lauslegu, biti settur fyrir aftan þær til að loka þær af og reipi fest um þær miðjar. Þá var múl komið á höfuð þeirra svo hægt væri að lyfta því upp þannig að dýralæknirinn ætti greiðan aðgang að hálsinum. „Björgvin Þórisson, dýralæknirinn sem var fenginn til að sinna blóðtöku á svæðinu, mætti á staðinn þegar merunum hafði verið safnað saman í hlöðuna og sorteraðar. Hann og hundurinn sem stundum kom með honum; púðluhundur sem naut þess að sleikja upp blóðið sem fór til spillis við blóðtökuna, mættu skömmu eftir klukkan sjö á mánudögum,“ segir Lally. Stungusvæðið var rakað og deyft og fimm lítrar teknir. Tilraunir á dýrum, ekki búgrein Lally segir merarnar hafa verið misviljugar til að koma á básana; þær sem hefðu áður verið höndlaðar af mannfólkinu hefðu verið rólegri en hinar agressívari. Björgvin hefði líkt áðurnefndri Hörpu við gosið í Bárðarbungu þegar þau freistuðu þess að fá hana til að standa á fætur. „Þrátt fyrir mótmæli hennar varð hún áfram ein af hópnum sem tekið var blóð úr, þar sem hún gaf af sér hátt hlutfall eCG á þeim hámarksfjölda vikna sem blóðtaka er heimiluð.“ ECG er hormónið sem unnið er úr blóði hryssna til svínkjötsframleiðslu. Blóð var tekið úr merunum einu sinni á viku í átta vikur, eða þar til ekkert eCG mældist lengur hjá Ísteka. Lally segir fyrirtækið hafa hvatt til þess að hjarðir væru stækkaðar með því að greiða meira per líter þegar heildarmagnið hafði náð ákveðnu viðmiði. Lally ræddi við bændur, dýralækna, sérfræðinga og opinbera starfsmenn en einn þeirra var Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Lally segir Sigríði hafa ítrekað að blóðmerahald væri ekki búgrein; þvert á móti væri um að ræða dýratilraunir og því félli starfsemin undir lög og reglur Evrópusambandsins um velferð dýra. Ógegnsær iðnaður og fátt um lög og reglur Í þessu sambandi er vert að vekja athygli á því að leyfi Ísteka frá Matvælastofnun var upphaflega veitt á grundvelli reglugerðar um dýratilraunir nr. 279/2002 en reglugerðin var felld úr gildi árið 2017. Í staðinn kom reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni en hún var þannig smíðuð að blóðmerahald féll ekki lengur þar undir. Þannig eru nú hvorki „ákvæði í lögum um velferð dýra né í afleiddum reglugerðum sem kveða á um að blóðataka úr fylfullum hryssum sé leyfisskyld starfsemi,“ eins og segir í umsögn MAST um frumvarp um bann við blóðmerahaldi. Í grein sinni segist Lally ítrekað hafa freistað þess að ná í Ísteka, sem kaupir hrossablóðið af bændum. Hún segir engar upplýsingar liggja fyrir um viðskiptamenn fyrirtækisins erlendis og þrátt fyrir sýnileg ummerki blóðmerahaldsins á Íslandi sé iðnaðurinn að öðru leyti algjörlega ógagnsær. Þá sé fátt um lög og reglur þegar kemur að framleiðslu, vinnslu og sölu til lyfjafyrirtækja.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma Sjá meira