Breytingarnar taka gildi á föstudaginn í þessari viku en núgildandi fyrirkomulag hefur hlotið mikla gagnrýni fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hertar takmarkanir tóku gildi í Bretlandi í desember vegna hraðrar útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins.
Hingað til hafa börn eldri en tólf ára þurft að framvísa neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var sammála hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og sagði að skilyrði um neikvætt Covid-próf fyrir brottför gæti leitt til þess að fólk vildi síður ferðast til landsins.
Þá er einnig í kortunum hjá Bretum að draga úr skimun einkennalausra með Covid en forsætisráðherrann vonar að yfirstandandi bylgju fari að slota.