Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 21:51 Djokovic er fastur á flugvellinum í Ástralíu. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar. Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Djokovic sagði stoltur frá því nýverið að hann hefði fengið undanþágu til að taka þátt á Opna ástralska en forráðamenn mótsins höfðu sett þá reglu að allir keppendur þyrftu að vera bólusettir. Djokovic er óbólusettur en virtist hafa tryggt sér áðurnefnda undanþágu. Vefur breska ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að Djokovic sé lentur í Ástralíu en fái ekki að fara inn í landið þar sem vegabréfsáritun hans stenst ekki skoðun. Honum verður flogið úr landi á morgun, fimmtudag, en lögfræðingar hans leita nú leiða til að tryggja þess að hann fái inngöngu í landið og geti tekið þátt í mótinu. Samkvæmt frétt BBC hafði teymið hans Djokovic ekki beðið um vegabréfsáritun sem veitir undanþágu þar sem hann er óbólusettur. Áströlsk yfirvöld segja að Djokovic hafi ekki sýnt nægjanleg sönnungargögn til að fá inngöngu í landið. Forsætisráðherra Ástralíu hefur tjáð sig um málið. Hann segir að reglur séu reglur. Mr Djokovic s visa has been cancelled. Rules are rules, especially when it comes to our borders. No one is above these rules. Our strong border policies have been critical to Australia having one of the lowest death rates in the world from COVID, we are continuing to be vigilant.— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 5, 2022 Djokovic hefur unnið 20 risatitla á ferlinum, þar af Opna ástralska níu sinnum. Hann hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár en gæti nú farið svo að hann fái ekki tækifæri til að verja titilinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira