„Þá skall þetta bara á okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 12:30 Dagur Sigurðsson og hans menn verða ekki með á Asíumótinu sem væntanlega hefur í för með sér að Japan verði ekki með á HM á næsta ári. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, slapp við kórónuveirusmit en tólf úr leikmannahópi og starfsliði hans hafa greinst með smit eftir æfingamót í Póllandi á milli jóla og nýárs. Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag. Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Japanska handknattleikssambandið ákvað að hætta við þátttöku á Asíumótinu sem á að hefjast í Sádi Arabíu 18. janúar, eftir að hópsmitið kom upp. Japan mætti liði Erlings Richardssonar, Hollandi, sem og Túnis og heimamönnum á mótinu í Póllandi, þar sem hinir smituðu bíða nú í einangrun. „Það er svo sem ekkert hægt að setja út á smitvarnir þarna og það voru allir testaðir þegar þeir komu til Póllands en svo smitaðist einn í okkar liði. Það var náttúrulega mikill samgangur, menn saman í búningsklefanum, á æfingum og í mat, og tveir og tveir saman í herbergi, og eftir þetta fyrsta smit þá skall þetta bara á okkur,“ segir Dagur. Samkvæmt nýjustu tölum eru 12 smitaðir í japanska hópnum, sem klára þurfa tíu daga einangrun í Póllandi. Aðrir voru sendir heim, þar á meðal Dagur sem slapp við smit og er kominn til Íslands. HM hugsanlega fórnað en „ekkert annað í stöðunni“ Dagur kveðst ekki ósáttur við ákvörðun japanska sambandsins: „Sambandið tók þessa ákvörðun en það var í raun ekkert annað í stöðunni. Þetta lagðist þannig á hópinn, án þess að ég fari út í hvaða leikmenn smituðust eða í hvaða leikstöðum, og heilsa þeirra þarf að vera í forgangi.“ Asíumótið á meðal annars að skera úr um hvaða fimm lið úr Asíu komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Þar með er enn meiri fórnarkostnaður fólginn í því að hætta við þátttöku á mótinu en Dagur efast um að öll nótt sé úti. „Við verðum bara að sjá til með það. Þetta er allt í óvissu eins og er, eins og með Afríkumótið og svo virðist Evrópumótið orðið keppni í að ná að setja saman lið,“ segir Dagur en þátttökuþjóðirnar á EM keppast nú um að aflýsa vináttulandsleikjum í aðdraganda EM, vegna kórónuveirusmita. EM á að hefjast næsta fimmtudag.
Handbolti Tengdar fréttir Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30 Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16 „Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31 Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. 6. janúar 2022 11:30
Fresta leik Noregs og Danmerkur vegna smita í danska landsliðinu Ekkert verður af leik handboltalandsliða Noregs og Danmerkur í kvöld en liðin ætluðu þá að spila mikilvægan undirbúningsleik fyrir EM í handbolta sem á að hefjast í næstu viku. 6. janúar 2022 09:16
„Skrýtið að standa á hliðarlínunni og þekkja nánast alla“ „Þetta er skemmtilegur riðill og það er gaman að fá að mæta Íslandi,“ segir Erlingur Richardsson, þjálfari Hollands sem verður einn af andstæðingum Íslands á EM karla í handbolta síðar í þessum mánuði. 6. janúar 2022 08:31
Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 5. janúar 2022 13:41