Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2022 09:30 Læknanemar svara í símann en leita til sérfræðinga ef þeir sem hringja þurfa ítarlegri svör. Margar fyrirspurnirnar varða persónulegar aðstæður viðkomandi einstaklinga. epa/Zoltan Balogh Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Starfsmenn símaþjónustunnar eru læknanemar, sem svara símtölunum frá aðstöðu sem hefur verið komið upp á háskólasjúkrahúsum víðsvegar um landið. Robin Peeters, innkirtlasérfræðingur við Erasmus-læknamiðstöðina í Rotterdam og annar stofnanda þjónustunnar, segir viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar. Peeters sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn NOS að svo virtist sem fleiri óbólusettir hefðu ákveðnar efasemdir frekar en að þeir væru beinlínis á móti bólusetningum. Sagði hann þjónustuna miða að því að hjálpa einstaklingum að komast að niðurstöðu og freista þess þannig að draga úr spítalainnlögnum af völdum Covid-19. Þeir sem hringja í þjónustusímann falla í þrjá flokka, að sögn Peeters. Fyrst væru þeir sem eru með spurningar um það hvaða áhrif bóluefnin munu hafa á þá persónulega, til dæmis vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra lyfja sem viðkomandi eru að taka. Þá væru margir sem hefðu spurningar um áhrif bólusetninga á meðgöngu og frjósemi. Þriðji hópurinn væru þeir sem væru beinlínis á móti bóluefnum en reynt væri að halda samtölum við þá í styttri kantinum til að geta svarað þeim sem hefðu raunverulegar spurningar um bólusetninguna. Peeters segir þjónustunni ekki ætlað að sannfæra fólk eða þvinga það í bólusetningu. Í hvert sinn sem læknanemarnir gætu ekki svarað spurningu, væri leitað til sérfræðinga til að tryggja að þeir sem hringdu inn fengju nákvæm svör. The Guardian greindi frá. Á Íslandi geta þeir sem hafa spurningar um bólusetninguna gegn Covid-19 leitað svara á covid.is og fengið nánari upplýsingar í netspjallinu á síðunni.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira