Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2022 11:00 Einar Hafsteinn Árnason leigubílsstjóri segir að með nýju frumvarpi sé öryggi farþega leigubíla fyrir borð borið, fólk komi í leigubíla í allskonar ástandi, lognist jafnvel út af og þegar búið er að gefa þessa starfsemi frjálsa þá sé þeim aukin hætta búin þegar stöðvaskylda, sem skráir allar ferðir, er engin. Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. Einar Hafstein Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílstjóra á Suðurnesjum, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. En í gær fjallaði Vísir um málið en fyrir liggur að takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubíla, sem er um 600 talsins, verður afnuminn samkvæmt væntanlegu frumvarpi. ESA eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að regluverkið á Íslandi í sambandi við starfsemi leigubíla sé ótækt og ekki í samræmi við Evrópurétt. Það hefur virkað eins og kvótakerfið í sjávarútveginum því samkvæmt reglum er það svo að ef leigubílsstjóri fellur frá erfir ekkjan eða ekkillinn yfirráðarétt yfir leyfinu. Einar, sem sat ásamt öðrum í undirbúningsnefnd sem fjallaði um umrætt frumvarp á sínum tíma, segir að lykilatriði í þessu sé öryggi farþegana. Hann og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hreyfils þráspurðu um öryggistengd atriði í nefndarstörfum en að sögn Einars fengust aldrei nein svör. Hann hefur bóka fundi með ráðherra en ekki orðið neitt ágengt við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og/eða að þau hafi nokkur áhrif. Segir Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna „Hvernig á að tryggja öryggi farþegans?“ spyr Einar í samtali við Vísi. Honum líst ekki á blikuna og segir verulegan urg í leigubílsstjórum vegna væntanlegs frumvarps. Einar bendir á að þar sem þetta hefur verið gefið frjálst hafi komið upp ýmis vandamál svo sem á Norðurlöndum. Þar séu menn að reyna að bakka með þetta vegna öryggisþátta. Dæmi séu um að menn séu að slást um farþegana, beinlínis, mafían sé komin inn í þetta og stundi að þvo peninga í gegnum þessa starfsemi. Einar bendir sérstaklega á Finnland í því sambandi. Væntanlegt er frumvarp frá Sigurði Inga Jóhannssyni þar sem tekið verður stökk í frjálsræðisátt varðandi leigubílaþjónustu. Leigubílsstjórar á Íslandi telja hann hafa gengið á bak orða sinna þess efnis að ekki verði tekin kollsteypa í regluverkinu.vísir/vilhelm Þá segir Einar þetta kaldar kveðjur til leigubílsstjóra sem að hans mati hafa staðið vaktina og af sér afar erfitt ástand á Covid-tímum og reyndar leikið stórt hlutverk varðandi rakningu á hugsanlegum smitum. Nú sé verið að ganga af atvinnugreininni dauðri í núverandi mynd. Einar segir Sigurð Inga hafa gengið hressilega á bak orða sinna þegar hann sagði á sínum tíma að engar kollsteypur yrðu teknar. Og haft yrði fullt samráð við leigubílsstjóra. „En fyrst og síðast er þetta spurning um öryggissjónarmið. Nú erum við með stöðvar sem tryggja þetta öryggi. Allir túrar eru skráðir. Ég á dætur og ég vil að þær séu öruggar þegar þær fara í leigubíl,“ segir Einar. Misjafnir sauðir sem vilja vera í skutlinu Hann rekur ýmis dæmi um að misjafn sauður sé í mörgu fé hinna svokölluðu skutlara. Einar segist hafa verið að keyra stúlku sem brast í grát, hún hafði samið við skutlara um að keyra sig til Hafnarfjarðar fyrir fimm þúsund krónur. Svo hafi skutlarinn heimtað sjö þúsund krónur og þegar hún féllst ekki á það henti skutlarinn henni út og en hélt greiðslunni. Hið nýja frumvarp sé ekki til þess fallið að bæta ástandið. Það sé ávísun á hið villta vestur. Leigubílsstjórar á Íslandi sjá fyrir sér að hér myndist villta vesturs-ástand eftir að frumvarp samgönguráðherra hefur tekið gildi.visir/Arnar Halldórsson „Það á að breyta þessu því eitthvað Evrópusamband segir það en við erum eyríki þar sem búa 380 þúsund manns. Í dag þarftu að vinna í 18 tíma til að hafa laun. Nú verður ekki hægt að taka bíl nema vera í óvissu. Við höfum ekkert á móti því að það komi fleiri bílar inn en það er einkum þetta öryggi sem við erum að hugsa um,“ segir Einar en hann metur það svo að á Íslandi séu um fimm hundruð manns starfandi við leigubílaakstur. Fólk í allskonar ástandi í leigubílum Einar hamrar á öryggissjónarmiðum í samtali við blaðamann Vísis, segir þau algerlega fyrir borð borin með frumvarpinu og vonlaust sé að fylgja öryggisatriðum eftir að það tekur gildi. „Við hljótum að vilja hafa öryggi á oddinum þegar þú ert að taka leigubíl. Við erum með fólk í allskonar ástandi, og fólk sem lognast út af og við viljum að það fólk njóti öryggis. Stöðvarskyldan veitir það öryggi.“ Einar segir engum blöðum um það að fletta að verulegur urgur sé í leigubílsstjórum vegna málsins. Þeir sjái nú sína sæng upp reidda, menn sem hafa verið að endurnýja bíla sína fyrir milljónir en nú sé búið að kippa undan þeim fótum með einu frumvarpi. „Það er ekki vöntun á leigubílum nema kannski yfir háannatíma yfir helgar sem eru þá kannski tveir tímar.“ Samgöngur Leigubílar Stjórnsýsla Alþingi Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03 Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. 16. desember 2020 19:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Einar Hafstein Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílstjóra á Suðurnesjum, er ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. En í gær fjallaði Vísir um málið en fyrir liggur að takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubíla, sem er um 600 talsins, verður afnuminn samkvæmt væntanlegu frumvarpi. ESA eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að regluverkið á Íslandi í sambandi við starfsemi leigubíla sé ótækt og ekki í samræmi við Evrópurétt. Það hefur virkað eins og kvótakerfið í sjávarútveginum því samkvæmt reglum er það svo að ef leigubílsstjóri fellur frá erfir ekkjan eða ekkillinn yfirráðarétt yfir leyfinu. Einar, sem sat ásamt öðrum í undirbúningsnefnd sem fjallaði um umrætt frumvarp á sínum tíma, segir að lykilatriði í þessu sé öryggi farþegana. Hann og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hreyfils þráspurðu um öryggistengd atriði í nefndarstörfum en að sögn Einars fengust aldrei nein svör. Hann hefur bóka fundi með ráðherra en ekki orðið neitt ágengt við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og/eða að þau hafi nokkur áhrif. Segir Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna „Hvernig á að tryggja öryggi farþegans?“ spyr Einar í samtali við Vísi. Honum líst ekki á blikuna og segir verulegan urg í leigubílsstjórum vegna væntanlegs frumvarps. Einar bendir á að þar sem þetta hefur verið gefið frjálst hafi komið upp ýmis vandamál svo sem á Norðurlöndum. Þar séu menn að reyna að bakka með þetta vegna öryggisþátta. Dæmi séu um að menn séu að slást um farþegana, beinlínis, mafían sé komin inn í þetta og stundi að þvo peninga í gegnum þessa starfsemi. Einar bendir sérstaklega á Finnland í því sambandi. Væntanlegt er frumvarp frá Sigurði Inga Jóhannssyni þar sem tekið verður stökk í frjálsræðisátt varðandi leigubílaþjónustu. Leigubílsstjórar á Íslandi telja hann hafa gengið á bak orða sinna þess efnis að ekki verði tekin kollsteypa í regluverkinu.vísir/vilhelm Þá segir Einar þetta kaldar kveðjur til leigubílsstjóra sem að hans mati hafa staðið vaktina og af sér afar erfitt ástand á Covid-tímum og reyndar leikið stórt hlutverk varðandi rakningu á hugsanlegum smitum. Nú sé verið að ganga af atvinnugreininni dauðri í núverandi mynd. Einar segir Sigurð Inga hafa gengið hressilega á bak orða sinna þegar hann sagði á sínum tíma að engar kollsteypur yrðu teknar. Og haft yrði fullt samráð við leigubílsstjóra. „En fyrst og síðast er þetta spurning um öryggissjónarmið. Nú erum við með stöðvar sem tryggja þetta öryggi. Allir túrar eru skráðir. Ég á dætur og ég vil að þær séu öruggar þegar þær fara í leigubíl,“ segir Einar. Misjafnir sauðir sem vilja vera í skutlinu Hann rekur ýmis dæmi um að misjafn sauður sé í mörgu fé hinna svokölluðu skutlara. Einar segist hafa verið að keyra stúlku sem brast í grát, hún hafði samið við skutlara um að keyra sig til Hafnarfjarðar fyrir fimm þúsund krónur. Svo hafi skutlarinn heimtað sjö þúsund krónur og þegar hún féllst ekki á það henti skutlarinn henni út og en hélt greiðslunni. Hið nýja frumvarp sé ekki til þess fallið að bæta ástandið. Það sé ávísun á hið villta vestur. Leigubílsstjórar á Íslandi sjá fyrir sér að hér myndist villta vesturs-ástand eftir að frumvarp samgönguráðherra hefur tekið gildi.visir/Arnar Halldórsson „Það á að breyta þessu því eitthvað Evrópusamband segir það en við erum eyríki þar sem búa 380 þúsund manns. Í dag þarftu að vinna í 18 tíma til að hafa laun. Nú verður ekki hægt að taka bíl nema vera í óvissu. Við höfum ekkert á móti því að það komi fleiri bílar inn en það er einkum þetta öryggi sem við erum að hugsa um,“ segir Einar en hann metur það svo að á Íslandi séu um fimm hundruð manns starfandi við leigubílaakstur. Fólk í allskonar ástandi í leigubílum Einar hamrar á öryggissjónarmiðum í samtali við blaðamann Vísis, segir þau algerlega fyrir borð borin með frumvarpinu og vonlaust sé að fylgja öryggisatriðum eftir að það tekur gildi. „Við hljótum að vilja hafa öryggi á oddinum þegar þú ert að taka leigubíl. Við erum með fólk í allskonar ástandi, og fólk sem lognast út af og við viljum að það fólk njóti öryggis. Stöðvarskyldan veitir það öryggi.“ Einar segir engum blöðum um það að fletta að verulegur urgur sé í leigubílsstjórum vegna málsins. Þeir sjái nú sína sæng upp reidda, menn sem hafa verið að endurnýja bíla sína fyrir milljónir en nú sé búið að kippa undan þeim fótum með einu frumvarpi. „Það er ekki vöntun á leigubílum nema kannski yfir háannatíma yfir helgar sem eru þá kannski tveir tímar.“
Samgöngur Leigubílar Stjórnsýsla Alþingi Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03 Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. 16. desember 2020 19:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39
Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03
Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. 16. desember 2020 19:10