Hætt að svara fyrirspurnum um niðurstöðu raðgreininga Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna biðlund. Vísir/Vilhelm Unnið er að því bæta aðgengi fólks sem greinst hefur með kórónuveiruna að niðurstöðu raðgreiningar og vonar embætti landlæknis að upplýsingarnar verði aðgengilegar á Heilsuveru á næstu dögum. Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira