Hætt að svara fyrirspurnum um niðurstöðu raðgreininga Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna biðlund. Vísir/Vilhelm Unnið er að því bæta aðgengi fólks sem greinst hefur með kórónuveiruna að niðurstöðu raðgreiningar og vonar embætti landlæknis að upplýsingarnar verði aðgengilegar á Heilsuveru á næstu dögum. Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira