Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 16:06 Þórður Már Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna ásakana um kynferðisbrot. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18