„Gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 22:05 Gæsluvarðhaldið varir til 26. janúar í mesta lagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík. Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira