Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 10:42 Ef spá Landspítalans gengur eftir munu 80 þúsund manns hafa smitast af SARS-CoV-2 í byrjun mars. Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Þetta kemur fram í spálíkani sem kynnt var á fundi forsvarsmanna Landspítala með fjölmiðlum í gær. Fram kom á fundinum að ekki er um að ræða sama spálíkan og Thor Aspelund og vísindamenn við HÍ hafa verið að vinna en það byggi að hluta á vinnu Thors og kollega. Talsmenn spítalans sögðu á fundinum að innlagnir á legudeild hefðu jafnan verið nær bjartsýnu spánni, sem er sem áður segir 57 sjúklingar fyrir 20. janúar, en að innlagnir á gjörgæsludeild hefðu verið nær líklegu spánni; um 20 í þessu tilviki. Ítrekað var á fundinum að spáin næði aðeins til þeirra sem legðust inn beinlínis vegna Covid-veikinda og gerði ekki ráð fyrir þeim sem greindust á spítalanum eftir innlögn vegna annarra veikinda. Enginn lagður inn nema vera alvarlega veikur Samkvæmt spánni mun daglegur fjöldi greindra ná hámarki fyrir miðjan janúarmánuð og verða í kringum 1.200 smit. Það er svipaður fjöldi og hefur verið að greinast undanfarið. Smitum mun svo fara hægt fækkandi og verða í kringum 800 í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að í byrjun mars muni um 80 þúsund manns hafa greinst með Covid-19. Á fundinum var farið yfir það hvers vegna það hefur reynst svo erfitt að gera greinamun á milli þeirra sem liggja inni vegna Covid og þeirra sem liggja inni með Covid. Má til að mynda hugsa sér manneskju sem hefur fengið hjartaáfall en einnig greinst með Covid. Í tilviki á borð við þetta getur verið erfitt að segja til um hvor veikindin eru að valda sjúkrahúsdvölinni; hvort það eru önnur veikindin yfirhöfð eða samlegðaráhrif. Þá kom einnig fram að það hefði stundum reynst erfitt að gefa upp stöðuna á ákveðnum tíma þar sem flæði sjúklinga væri mjög hratt, bæði inn og út af spítalanum og á milli deilda. Þeir sem greindust á spítalanum hefðu til að mynda margir útskrifast fljótt og farið heim eða á farsóttarhús, þar sem veikindi þeirra gáfu ekki tilefni til áframhaldandi dvalar á spítalanum. Fram kom að vel hefði gengið að koma í veg fyrir innlagnir og að mikið veikt fólk á göngudeild Covid-19 fengi mikla þjónustu heima. Fólk væri í raun ekki lagt inn nema það væri mjög alvarlega veikt. Sömuleiðis væri afar fátítt að þeir sem væru lagðir inn á gjörgæsludeild enduðu ekki í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira