Leikarinn og eiginkona hans Riko sem er 27 ára giftu sig í Las Vegas í byrjun síðasta árs en þetta er fimmta hjónaband Cage. Brúðkaupið var á afmælisdegi föður leikarans sem er fallinn frá. Parið kynntist í Japan árið áður í gegnum sameiginlega vini þar sem Cage var staddur við tökur á myndinni Prisoner of the Ghostland en Riko er einnig leikkona.
