Tónlist

Ed Sheeran trónir á toppnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ed Sheeran á mörg vinsæl lög að baki sér en nýjasti smellur hans Overpass Graffiti situr í fyrsta sæti á íslenska listanum
Ed Sheeran á mörg vinsæl lög að baki sér en nýjasti smellur hans Overpass Graffiti situr í fyrsta sæti á íslenska listanum vísir/getty

Fyrsti íslenski listi ársins 2022 fór í loftið fyrr í dag á FM957 en listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00.

Janúar mánuður á það til að vera rólegur tími í tónlistarheiminum en við búum svo vel að því að árið 2021 var mjög gjöfult í tónlistarútgáfu.

Breski hjartaknúsarinn Ed Sheeran var í hópi þeirra tónlistarmanna sem gáfu út mikið af tónlist á síðastliðnu ári en platan hans „=“ kom út 29. nóvember 2021. Á henni má finna hina ýmsu smelli á borð við Bad Habits og Shivers ásamt laginu Overpass Graffiti sem trónir nú á toppi íslenska listans í fyrsta sætinu. Það má með sanni segja að flest öll lög sem Ed Sheeran kemur nálægt slái í gegn.

Íslenski listinn var annars að vanda stútfullur af hressum lögum og góðum víbrum. Joel Corry og hin sænska Mabel skipa annað sæti listans með lagið I wish sem hefur verið á góðri siglingu upp á við undanfarnar vikur.

Hin unga og efnilega söngkona GAYLE er einungis 17 ára gömul en lagið hennar abcdefu var kynnt inn sem líklegt til vinsælda þessa vikuna. Lagið, sem einkennist af F-orðinu, er með tæplega 217 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Það verður því án efa spennandi að fylgjast með þessari upprennandi poppstjörnu í tónlistarheiminum.

Það er einnig vert að minnast á að hlustendur geta haft áhrif á íslenska listann með því að fylgja FM957 á samfélagsmiðlum. Þar er hægt að taka þátt í reglulegum tónlistar könnunum um vinsælustu lögin. Heyrumst svo hress næsta laugardag í áframhaldandi tónlistarveislu!

Hér má finna íslenska listann í heild sinni vikuna 1. - 8. janúar:


Tengdar fréttir

Íslenski listinn: Ed Sheeran á uppleið

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er góðvinur íslenska listans á FM957 þar sem ótal margir smellir frá honum hafa trónað á toppnum í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.