„Margt sem hefði getað farið illa“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 11:54 Fólk er mætt aftur til vinnu í Vísi eftir miklar ógöngur í gær. Vísir/Vilhelm Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur. Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur.
Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13