Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 20:00 Andrés Ingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu. Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu.
Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent