Segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á færslu Loga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2022 20:00 Andrés Ingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir að stuðningsyfirlýsing sé falin í læki ráðherra á Facebook færslu Loga Bergmann þar sem hann neitar að hafa brotið gegn konu sem sakar hann um kynferðisbrot. Ráðherrann segir að með lækinu hafi hún verið að sýna samkennd og að engin afstaða felist í því. Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu. Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Í gærkvöldi tjáði fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sig um málið í færslu á Facebook og sagðist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafi verið á hann. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að gera. Hann lokaði síðan fyrir athugasemdir á færsluna. Ágreiningur um læk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- og iðnaðarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka við færslu Loga og telja kjörnir fulltrúar að með því sé hún að taka afstöðu með honum. Twitter færslur.RAGNAR VISAGE Einn af þeim er Andrés Ingi Jónsson sem telur umrætt læk áhyggjuefni. „Kannski helst vegna þess hvernig þolendur geta túlkað það. Þetta er óhjákvæmilegt lesið sem einhvers konar stuðningur við yfirlýsingu Loga. Yfirlýsingu sem gengur fyrst og fremst út á það að lýsa yfir sakleysi,“ sagði Andrés Ingi. Sjálfur telur hann að með lækinu taki ráðherran afstöðu í málinu. „Mér finnst það. Hvort sem það er vegna gerendameðvirkni eða einhvers annars þá finnst mér þetta vera eitthvað sem fólk hlýtur að túlka svona og það er eitthvað sem fólk í áhrifastöðu eins og ráðherrar þarf að forðast. Við erum fólkið sem á að breyta kerfinu og til þess að vera sannfærandi í því þá þurfum við að sýna að við getum staðið með þolendum jafnvel þó að gerandinn sé einhver sem stendur okkur nærri.“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir tjáði sig á Twitter um málið.RAGNAR VISAGE Áslaug Arna segir í skriflegu svari til fréttastofu, aðspurð af hverju hún hafi lækað færslu Loga - að á erfiðum tímum reyni hún að sýna þeim sem standi henni nærri samkennd en að það megi gera með öðrum hætti en hún gerði. Hún segir að engin afstaða né vantrú á frásagnir þolenda felist í lækinu. Störf hennar segi meira um afstöðu hennar í þessum málum. Læk ráðherrans vekur ekki síst athygli í ljósi þess að í haust gagnrýndi Áslaug - Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum en þá gegndi Áslaug embætti dómsmálaráðherra. Helgi Magnús hafði sett læk við umdeilda færslu og sagði Áslaug í kjölfarið að Helgi mætti ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Læk Áslaugar var ekki það eina sem var umdeilt í dag en formaður Félags kvenna í atvinnulífinu lækaði einnig færsluna. Í færslu á Facebook viðurkennir hún mistök og segir engan stuðning falinn í lækinu.
Píratar MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26