„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. janúar 2022 10:01 Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, hefur ekki misst út dag síðastliðin rúm tvö ár í að taka 100 armbeygjur og 300 magaæfingar á hverjum morgni. Samt segist hann ekki líta út eins og Ronaldo! Eitt af því sem Haraldi finnst alltaf jafn fyndið er hvað hann er fljótur að borða en konan hans lengi. Vísir/Vilhelm Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. En dagurinn byrjar þó alltaf á 100 armbeygjum og 300 magaæfingum. Hvorki meira né minna! Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég hef undanfarin rúm tvö ár byrjað alla daga á því að henda mér í 100 armbeygjur og 300 magaæfingar. Hef ekki misst út dag allan þennan tíma. Af því er ég bara nokkuð stoltur. Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo. Magnað!“ Getur þú nefnt þrjú atriði úr daglegu lífi sem ekki er hægt annað en að fá mann til að brosa – alltaf? „Það er almennt mjög fyndið hvað ég er svakalega fljótur að borða en konan mín lengi. Eins getur verið broslegt hvað ég hef lítið þol fyrir almennu kjaftæði og afturendatali og á erfitt með að leyna því. Það finnst samt ekki öllum það jafn fyndið og mér. Svo er frekar fyndið hvað ég á erfitt með háheilagleika og formlegheit. Það getur verið broslegt og ég er oft skammaður eða litið á mig illum augum á slíkum stundum.“ Kjarasamningsmálin eru stærsta verkefnið þessa dagana segir Haraldur en eins ráðstafanir vegna Covid og leikskóla. Haraldur heldur utan um verkefnin sín með því að skrifa niður lista í dagslok, fyrir helstu verkefni næsta dags.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Kjarasamningsviðræður eiga hug minn allan þessa dagana. Það fer mikill tími og orka í þær. Eins færir Covid og skólastarf mér mörg misskemmtileg verkefni. Eins er ég að svara félagsmönnum um allt á milli himins og jarðar um kjarasamninga og túlkanir á þeim alla daga ásamt því að bera ábyrgð á rekstri félagsins og þeim lögbundnu verkefnum sem fylgja.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota outlook varðandi utanumhald um alla fundi. Ég set niður helstu verkefni næsta dags í lok vinnudagsins og vinn mig svo niður listann eftir mikilvægi verkefna. Ég reyni eftir fremsta megni að vera búinn að svara öllum tölvupóstum og sinna öllum erindum í lok vinnudags. Það vissulega þýðir að vinnudagarnar eru oft langir en það endist enginn í þessu starfi nema ná utan um verkefnin og ná að klára þau svo þau safnist ekki upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er vonlaus að vaka á kvöldin hvort sem það er á virkum dögum eða um helgar. Ég fer helst upp í rúm fyrir klukkan tíu á virkum dögum en stundum teygist það alveg til klukkan ellefu. Það er alveg hending ef ég fer seinna að sofa en klukkan ellefu á virkum dögum.“ Kaffispjallið Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
En dagurinn byrjar þó alltaf á 100 armbeygjum og 300 magaæfingum. Hvorki meira né minna! Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég hef undanfarin rúm tvö ár byrjað alla daga á því að henda mér í 100 armbeygjur og 300 magaæfingar. Hef ekki misst út dag allan þennan tíma. Af því er ég bara nokkuð stoltur. Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo. Magnað!“ Getur þú nefnt þrjú atriði úr daglegu lífi sem ekki er hægt annað en að fá mann til að brosa – alltaf? „Það er almennt mjög fyndið hvað ég er svakalega fljótur að borða en konan mín lengi. Eins getur verið broslegt hvað ég hef lítið þol fyrir almennu kjaftæði og afturendatali og á erfitt með að leyna því. Það finnst samt ekki öllum það jafn fyndið og mér. Svo er frekar fyndið hvað ég á erfitt með háheilagleika og formlegheit. Það getur verið broslegt og ég er oft skammaður eða litið á mig illum augum á slíkum stundum.“ Kjarasamningsmálin eru stærsta verkefnið þessa dagana segir Haraldur en eins ráðstafanir vegna Covid og leikskóla. Haraldur heldur utan um verkefnin sín með því að skrifa niður lista í dagslok, fyrir helstu verkefni næsta dags.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Kjarasamningsviðræður eiga hug minn allan þessa dagana. Það fer mikill tími og orka í þær. Eins færir Covid og skólastarf mér mörg misskemmtileg verkefni. Eins er ég að svara félagsmönnum um allt á milli himins og jarðar um kjarasamninga og túlkanir á þeim alla daga ásamt því að bera ábyrgð á rekstri félagsins og þeim lögbundnu verkefnum sem fylgja.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota outlook varðandi utanumhald um alla fundi. Ég set niður helstu verkefni næsta dags í lok vinnudagsins og vinn mig svo niður listann eftir mikilvægi verkefna. Ég reyni eftir fremsta megni að vera búinn að svara öllum tölvupóstum og sinna öllum erindum í lok vinnudags. Það vissulega þýðir að vinnudagarnar eru oft langir en það endist enginn í þessu starfi nema ná utan um verkefnin og ná að klára þau svo þau safnist ekki upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er vonlaus að vaka á kvöldin hvort sem það er á virkum dögum eða um helgar. Ég fer helst upp í rúm fyrir klukkan tíu á virkum dögum en stundum teygist það alveg til klukkan ellefu. Það er alveg hending ef ég fer seinna að sofa en klukkan ellefu á virkum dögum.“
Kaffispjallið Leikskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01 Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00
„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01
Áskorun að kaupa alltaf tvær gjafir fyrir frúna í desember Það er í nægu að snúast hjá Almari Guðmundssyni framkvæmdastjóra Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) og bæjarfulltrúa í Garðabæ. Enda eru þau sjö á heimili, margt að gerast í vinnunni og til viðbótar við jólin á frúin líka afmæli í desember. 18. desember 2021 10:01
Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann. 11. desember 2021 10:00