Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2022 15:59 Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar vildi meina að PCR-próf væru ekki áreiðanleg. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi. Um er að ræða eitt af fimm málum sem kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fjölskyldu sem skaut ákvörðun um að hún þyrfti öll að sæta einangrun eða sóttkví eftir að fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum greindust með veiruna. Aðalmeðferð málanna fimm fór fram í einu lagi og voru varnir fjölskyldunnar í málunum samhljóða. Niðurstaða héraðsdóms í máli fjölskyldumeðlimsins sem smitaðist ekki, en þurfti í sóttkví, hefur nú verið birt á vef Landsréttar. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum um jólin, en héraðsdómur komst að niðurstöðu í málunum fimm þann 28. desember síðastliðinn. Málið má rekja til þess að tvær systur, faðir þeirra og móðir greindust öll með Covid-19 fyrir jól. Voru þau sett í einangrun og þriðja systirin, sem ekki smitaðist, var skikkuð í sóttkví. Dvöldu þau öll saman á heimili þeirra. Þar sem þau sem smituðust voru öll einkennalaus skutu þau ákvörðun um að setja þau í einangrun og sóttkví til héraðsdóms. Hélt því fram að PCR-próf væru ekki áreiðanleg Meðal þeirra röksemda sem Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar, beitti fyrir dómi var að þeir fjölskyldumeðlirmir sem smituðust hafi í raun ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, þó að veiran hafi greinst í þeim, ekki væri samasemmerki þar á milli. Covid-19 væri sjúkdómur sem SARS-COV-2 veiran gæti valdið. Máli fjölskyldumeðlimsins sem var skikkaður í sóttkví var skotið til Landsréttar sem tók þó ekki afstöðu til málsins þar sem sóttkvíin var runnin út áður en dómstóllinn tók málið fyrir.Vísir/Vilhelm Þá benti hann einnig á að nýtt afbrigði, ómíkrón-afbrigðið, væri að ryðja sér til rúms hér á landi, og að gögn bentu til þess að það væri ekki jafn hættulegt og delta-afbrigðið. Einnig var byggt á ýmsum öðrum ástæðum, til að mynda að PCR-próf væru ekki áreiðanleg og að ganga þyrfti sérstaklega úr skugga um virkni smits áður en ákvörðun væri tekin um að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli smits, sem ekki hafi verið gert í tilfelli fjölskyldunnar. Öll sem greindust með veiruna voru með Delta Við aðalmeðferð málsins upplýsti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þeir sem smituðust í fjölskyldunni hafi allir greinst með deltaafbrigði veirunnar. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfesti einangrun og sóttkví fjölskyldunnar eins og fram hefur komi segir að enga stoð sé að finna í framlögðum gögnum um að fjölskyldan væri í raun ekki haldin Covid-19 sjúkdóminum. Þessu hafi verið andmælt af sóttvarnalækni sem hafi bent á að rannsóknir sýndu að einkennalausir smituðu einnig frá sér. Var einnig vikið að þeirri staðreynd að fjölskyldumeðlimirnir reyndust vera með deltaafbrigði veirunnar, en reynsla og fyrirlyggjandi upplýsingar bentu til þess að hætta á smiti af völdum Deltaafbrigðsins teldist vera mikil, og alvarleg einkenni og veikindi algengari en af völdum omíkronafbrigðisins. Taldi héraðsdómur því að sóttvarnalæknir hefði ekki gengið lengra en nauðsynlegt var í þágu þess markmiðs að aftra útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Um er að ræða eitt af fimm málum sem kom til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur vegna fjölskyldu sem skaut ákvörðun um að hún þyrfti öll að sæta einangrun eða sóttkví eftir að fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum greindust með veiruna. Aðalmeðferð málanna fimm fór fram í einu lagi og voru varnir fjölskyldunnar í málunum samhljóða. Niðurstaða héraðsdóms í máli fjölskyldumeðlimsins sem smitaðist ekki, en þurfti í sóttkví, hefur nú verið birt á vef Landsréttar. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum um jólin, en héraðsdómur komst að niðurstöðu í málunum fimm þann 28. desember síðastliðinn. Málið má rekja til þess að tvær systur, faðir þeirra og móðir greindust öll með Covid-19 fyrir jól. Voru þau sett í einangrun og þriðja systirin, sem ekki smitaðist, var skikkuð í sóttkví. Dvöldu þau öll saman á heimili þeirra. Þar sem þau sem smituðust voru öll einkennalaus skutu þau ákvörðun um að setja þau í einangrun og sóttkví til héraðsdóms. Hélt því fram að PCR-próf væru ekki áreiðanleg Meðal þeirra röksemda sem Arnar Þór Jónsson, lögmaður fjölskyldunnar, beitti fyrir dómi var að þeir fjölskyldumeðlirmir sem smituðust hafi í raun ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, þó að veiran hafi greinst í þeim, ekki væri samasemmerki þar á milli. Covid-19 væri sjúkdómur sem SARS-COV-2 veiran gæti valdið. Máli fjölskyldumeðlimsins sem var skikkaður í sóttkví var skotið til Landsréttar sem tók þó ekki afstöðu til málsins þar sem sóttkvíin var runnin út áður en dómstóllinn tók málið fyrir.Vísir/Vilhelm Þá benti hann einnig á að nýtt afbrigði, ómíkrón-afbrigðið, væri að ryðja sér til rúms hér á landi, og að gögn bentu til þess að það væri ekki jafn hættulegt og delta-afbrigðið. Einnig var byggt á ýmsum öðrum ástæðum, til að mynda að PCR-próf væru ekki áreiðanleg og að ganga þyrfti sérstaklega úr skugga um virkni smits áður en ákvörðun væri tekin um að svipta einstaklinga frelsi sínu á grundvelli smits, sem ekki hafi verið gert í tilfelli fjölskyldunnar. Öll sem greindust með veiruna voru með Delta Við aðalmeðferð málsins upplýsti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að þeir sem smituðust í fjölskyldunni hafi allir greinst með deltaafbrigði veirunnar. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfesti einangrun og sóttkví fjölskyldunnar eins og fram hefur komi segir að enga stoð sé að finna í framlögðum gögnum um að fjölskyldan væri í raun ekki haldin Covid-19 sjúkdóminum. Þessu hafi verið andmælt af sóttvarnalækni sem hafi bent á að rannsóknir sýndu að einkennalausir smituðu einnig frá sér. Var einnig vikið að þeirri staðreynd að fjölskyldumeðlimirnir reyndust vera með deltaafbrigði veirunnar, en reynsla og fyrirlyggjandi upplýsingar bentu til þess að hætta á smiti af völdum Deltaafbrigðsins teldist vera mikil, og alvarleg einkenni og veikindi algengari en af völdum omíkronafbrigðisins. Taldi héraðsdómur því að sóttvarnalæknir hefði ekki gengið lengra en nauðsynlegt var í þágu þess markmiðs að aftra útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34 Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Héraðsdómur staðfesti ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun Héraðsdómari hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um tíu daga einangrun í tilfelli fimm einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Lögmaður fólksins segir það verða skoðað hvort farið verði með málið lengra. 29. desember 2021 09:34
Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. 26. desember 2021 18:38