Fyrrverandi Britney á skilorði vegna ofsókna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 17:52 Jason Alexander hefur verið dæmur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Vísir/Getty Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi. Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi.
Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22