Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2022 23:31 Tvö mörk voru dæmd af Aston Villa í kvöld en Steven Gerrard segist ekki ætla að kenna dómurunum um tapið. Martin Rickett/PA Images via Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira