Innlent

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ferðþjónustuaðilar meta samkeppnisstöðu landsins góða.
Ferðþjónustuaðilar meta samkeppnisstöðu landsins góða. Vísir/Vilhelm

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Fjallað er um könnunina í Fréttablaðinu í dag en hún var gerð af KPMG undi lok síðasta árs og verður kynnt á svokallaðri Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar sem fram fer í dag. 

Mikill meirihluti aðspurðra, eða 77 prósent, er á því að ríkið þurfi í ljósi heimsfaraldursins að grípa til enn frekari aðgerða til að styrkja ferðaþjónustuna. 

Þá má lesa út úr könnuninni að forsvarsfólk í greininni leggi mikla áherslu á aukinn stöðugleika og fyrirsjáanleika. Þannig nefna svarendur fyrirsjáanleika og framtíðarsýn varðandi landamæraeftirlit og sóttvarnir og benda á að herðing og tilslökun reglna á víxl hafi fælandi áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×