Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 14:03 Fyrrverandi stuðningsmaður flokks Ingu Sæland segir framkomu hennar ekki sæma þingmanni. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira