Búist var við hörkuleik en um er að ræða þær þjóðir sem eru hvað líklegastar til að fara upp úr D-riðli og mögulega fara alla leið. Leikurinn var jafn framan af en eftir hálftíma braut Iheanacho ísinn.
Joe Aribo átti hárnákvæma sendingu á Iheanacho sem tók vel við boltanum og smurði hann svo upp í hægri samskeytin á marki Egyptalands. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks sem og leiksins.
Mohamed Salah spilaði allan leikinn í liði Egyptalands en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Nígeríu.