Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 09:00 Umrætt svæði er á besta stað, við miðbæ Akureyrar. Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu. Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu.
Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00
„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00