Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:15 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Getty „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01