Innlent

Þak fauk af skúr í Ólafs­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Nóttin var annars róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir mikið hvassviðri.
Nóttin var annars róleg hjá björgunarsveitum landsins þrátt fyrir mikið hvassviðri. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Hann segir að nóttin hafi annars verið róleg hjá björgunarsveitum en gular viðvaranir voru í gildi víða á vestanverðu landinu vegna hvassviðris í gær og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×