Neytendur

MAST inn­kallar ó­lög­legt hrökk­brauð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vörurnar sem um ræðir.
Vörurnar sem um ræðir. Reykjavíkurborg

Matvælastofnun hefur varað við neyslu hrökkbrauðs frá fyrirtækinu Sigdal Bakeri. Rotvarnarefnið ethyline oxide fannst í hráefni sem notað var við framleiðslu á hrökkbrauðinu. Ólöglegt er að nota efnið við matvælaframleiðslu í Evrópu.

Innköllunin tekur til hrökkbrauðs sem ber heitið „Hrökkbrauð - Jurtir & sjávarsalt frá fyrirtækinu Sigdal Bakeri með best fyrir dagsetningarnar 6. janúar til 18. febrúar og 26. mars til 18. júlí á þessu ári.

Þá fellur varan „Crunchy Crackers - Herbs & Sea Salt“ frá sama fyrirtæki einnig undir innköllun MAST, með sömu best fyrir dagsetningar og hrökkbrauðið hér að ofan.

Þeir sem keypt hafa annaðhvort hrökkbrauðið eða kexið er bent á að neyta þess ekki. Hægt er að skila hrökkbrauðinu í þá búð sem það var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á sams konar vöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Danól, innflytjanda vörunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×