Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 20:01 Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara. vísir/magnús hlynur Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“ Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“
Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira