Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Höfða í dag, þar sem aðalskipulagið var undirritað. Vísir/Sigurjón Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sést hér undirrita aðalskipulagið, hnausþykkt plagg, heilar 254 blaðsíður, en það tekur svo gildi strax á næstu dögum. Á meðal þess sem fest er í sessi með undirritun aðalskipulagsins er nýr íbúðareitur við KR-heimilið, flugvöllur í Vatnsmýri til 2032 og uppbygginarreitur við Sæbraut, sem á að setja í stokk. Allt að 2000 íbúðir á ári Reykjavíkurborg Yfirlit yfir helstu breytingar sem gera á í borginni næstu átján árin sést á kortinu hér fyrir ofan en ljóst er að þær eru allverulegar. Dagur segir að með undirrituninni í dag sé nú alveg ljóst hvar megi byggja - og koma til móts við húsnæðisskort. Hann bendir á að á meðalári hafi hingað til verið byggðar 600 íbúðir í Reykjavík. Hann boðar nú mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. „Þá getum við á grundvelli þessa aðalskipulags auðveldlega byggt um 1200 íbúðir á ári og jafnvel allt að 2000, allt eftir því hvað markaðurinn í raun, og húsnæðismarkaðurinn kallar á,“ segir Dagur. Spenntastur fyrir Borgarlínunni Hvenær verður byrjað að ráðast í þetta allt saman? Það er ekki nóg að skrifa undir plögg, það þarf eins og þú segir að láta verkin tala. „Ja, ein stærsta deiliskipulagsáætlun síðustu ára mun öðlast gildi samhliða þessu, sem er nýja byggðin uppi á Ártúnshöfða. Það verður eitt stærsta uppbyggingarsvæði okkar á næstu árum en líka reitir eins og Orkureiturinn, Heklureiturinn og fleiri reitir.“ Þá er borgarstjóri ekki í vafa um hvaða einstaka verkefni aðalskipulagsins hann er spenntastur fyrir. „Ég myndi segja að Borgarlínuframkvæmdin sé lykillinn að því að þetta gangi upp fyrir alla, gangi upp fyrir samgöngurnar og umferðina,“ segir Dagur.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira