Forsögu málsins má rekja til þess að stjórnvöld í Nígeríu sögðu samfélagsmiðilinn tilvalinn vettvang fyrir stjórnarandstæðinga til að grafa undir samstöðu í landinu. Tekin var ákvörðun um að banna miðilinn í kjölfarið.
Aðeins tveimur dögum áður stjórnvöld bönnuðu Twitter hafði samfélagsmiðillinn eytt tísti (e. tweet) frá Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, sem talið var brjóta gegn reglum miðilsins um ofbeldi. Forsetinn tísti um baráttu aðskilnaðarsinna í landinu og kvaðst ætla að mæta óeirðum af hörku.
Í tístinu vísaði forsetinn til borgarastyrjaldar sem var á tímabilinu 1967 til 1970 og sagði að þeir sem gættu ekki að sér fengju að finna fyrir því.
Forsetinn virðist nú hafa tekið miðilinn í sátt en í frétt CNN um málið segir að Twitter hafi samþykkt að fylgja öllum skilyrðum sem stjórnvöld í Nígeríu hafa sett fyrir notkun miðilsins. Meðal skilyrða eru að samfélagsmiðillinn fylgi lögum landsins.