„Tíminn æðir áfram – ekki síst þegar lífið er skemmtilegt. Ég hef setið í sveitarstjórn Rangárþings ytra undanfarin bráðum 8 ár – tvö kjörtímabil. Það hefur gengið afbragðs vel með góðum félögum að leiða sveitarfélagið mitt – fjárhagur sveitarfélagsins stendur styrkum fótum – allt tilbúið í stærsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins hingað til – endurnýjun skólahúsa á Hellu sem nú er að hefjast,“ segir Ágúst í færslu á Facebook.
Mikil uppbygging sé í gangi, dregið um lóðir, íbúðir spretti upp, ný hverfi skipulögð og íbúum fjölgar í stöðugum takti.
„Næg atvinna, kraftur í fólki og sveitirnar blómstra sem aldrei fyrr. Það verður gaman að sinna sveitarstjórnarmálum hér á næstu árum – um það er ég sannfærður. En mínum spretti er að ljúka, tvö kjörtímabil var takmarkið og hæfilegt finnst mér. Ég mun ekki bjóða mig fram í kosningum í vor en mun sigurviss afhenda keflið næsta teymi með hvatningarorðum.“
Gengið verður til kosninga í sveitarstjórnum landsins þann 14. maí.