Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:44 Einar Hermannsson er formaður SÁÁ. VÍSIR/VILHELM Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira