Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 13:44 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir þessar ráðstafanir hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan séu. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira
„Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Diego er fundinn heill á húfi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Sjá meira