Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2022 23:01 Það var heldur betur kátt í höllinni í kvöld. vísir/getty Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða