Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 10:01 Leikmenn Chicago Bulls eyddu nóttinni í eltingaleik við Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors. Stacy Revere/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum