Dómstóll í Santa Fe, þar sem atvikið átti sér stað, staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum. Lögregla hyggst skoða textaskilaboð, tölvupósta, gögn af netvafra og aðrar upplýsingar á síma Baldwins.
Forsaga málsins er sú að Baldwin skaut Halynu Hutchins til bana og særði þar að auki leikstjóra kvikmyndarinnar Rust þegar hann skaut úr skammbyssu við tökur á kvikmyndinni. Baldwin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.
Lögmaður Baldwin segir að engar upplýsingar sé að finna á símanum, enda hafi leikarinn ekkert gert rangt: „Það eina sem við þurfum að velta fyrir okkur er hvernig alvöru byssukúla komst í byssuna,“ sagði lögmaður Baldwin í yfirlýsingu. Guardian greinir frá.