Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 09:30 LeBron var ekki sáttur. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira