Allir sem kjósa að þegja eru partur af vandamálinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2022 07:01 Sigríður Indriðadóttir eigandi SAGA Competence er sérhæfður ráðgjafi í að uppræta meðvirkni og þöggun innan vinnustaða og hópa. Sigríður segir alla sem velja að þegja og segja ekki frá ósæmilegri hegðun eða kynferðisbroti vera hluta af vandamálinu. Þöggun er alltaf val eins og atburðarrás síðustu daga sýnir í kjölfar ásakana Vítalíu Lazareva um kynferðisbrot valdamikilla gerenda. Sú hegðun sem sjá má í norsku Exitþáttunum viðgengst líka á Íslandi. Ætla má að valdamiklir gerendur séu fleiri en þeir sem eru meintir gerendur í máli Vítalíu Lazareva. „Ef maður velur að gera ekki neitt, jafnvel þó maður hafi upplýsingar sem gefa til kynna ósæmilega hegðun, frammistöðuleysi, ofbeldi, markaleysi eða óheiðarleika, þá er maður sennilega ekki rétt manneskja á réttum stað,“ segir Sigríður Indriðadóttir og bætir við: Ef maður er stjórnarmaður, hluthafi eða eigandi sem hefur vitneskju um ósæmilega hegðun en gerir ekki neitt, þá er maður óhjákvæmilega orðinn partur af vandamálinu.“ Atburðarrásin hefur verið hröð frá því 6.janúar síðastliðinn, þegar ung kona, Vítalía Lazareva, kom fram með sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Í því viðtali lýsti hún kynferðisbrotum þjóðþekktra manna, sem þó höfðu verið á allra vitorði frá því að hún nafngreindi meinta gerendur í Instagram í október á síðasta ári. En hvers vegna voru viðbrögðin svona sein? Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Þögnin valin og síðan útskýrð Ljóst er af umfjöllun fjölmiðla síðustu daga að fyrirtækin sem meintu gerendurnir fimm tengjast, vissu öll af ásökunum Vítalíu um kynferðisbrotin fyrir mörgum vikum síðan. Í október síðastliðnum sagði Vítalía Lazareva frá því að valdamiklir menn hefðu brotið á henni. Vítalía nafngreindi þá mennina á Instagramsíðu sinni. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækin sem þessir menn tengjast, voru með upplýsingar um þá frásögn en fjölmiðlar höfðu þá ítrekað reynt að fá svör frá þeim, sem og ýmsum hluthöfum þeirra. Það var í október á síðasta ári sem Vítalía Lazareva birti færslu á Instagramsíðu sinni. Þar sagði hún frá því að þjóðþekktir menn hefðu brotið á henni í sumarbústaðaferð. Í færslunni sagði Vítalía mennina hafa þuklað á sér, stungið fingrum í endaþarm hennar og fleira. Vítalía nafngreindi mennina og sagði þá vera Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt valdamiklir menn á aldri við foreldra hennar eða eldri. Um fátt annað var rætt í heimi viðskipta- og fjármála í margar vikur á eftir og ekki annað hægt að segja en að þar hafi málið verið á allra vitorði. Þó er ljóst að fyrstu viðbrögð fyrirtækjanna voru þögn. Þessi þögn virðist hafa verið ákveðin fyrirfram og þá þannig að ekkert yrði gert, nema málin kæmust í hámæli. Sem dæmi má rifja upp viðtal við Elínu Margréti Stefánsdóttur, stjórnarformann Íseyjar útflutnings, í viðtali við fréttastofu þann 6.janúar, sama dag og tilkynnt var um að Ari Edwald forstjóri Íseyjar, væri farinn í leyfi að eigin ósk. Elín segir þá: „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi.“ Það sama virðist hafa verið upp á teningnum hjá Festu, en Festa er eitt stærsta fyrirtæki landsins og að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Í tilkynningu sem stjórn Festi sendi til Kauphallarinnar fyrir helgi, er staðfest að vitneskja hafi legið fyrir um ásakanir á hendur stjórnarformanni félagsins, en stjórnin ekki talið sig hafa „rými“ til aðgerða. „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoðunar á vettvangi hennar í samræmi við þau lög, samþykktir og reglur sem henni ber að starfa eftir. Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við.“ Samkvæmt tilkynningu stjórnar Festi er ætlunin að kynna nýjar starfsreglur stjórnar á aðalfundi félagsins þann 22.mars næstkomandi. Í Pallborði Vísis á dögunum kom fram gagnrýni á fjölmiðla og að því spurt, hvers vegna þeir höfðu ekki fjallað um málið strax í kjölfar Instagramfærslu Vítalíu í október. Í þeim þætti sagði Bára Huld Beck að Kjarninn hefði verið einn þeirra fjölmiðla sem hefði frá því í október, ítrekað reynt að koma málinu í umfjöllun. Meðal annars með því að senda fyrirspurnir á forsvarmenn þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur tengjast. Edda Falak sagði hins vegar óskiljanlegt að þolendur þyrftu að stíga fram í viðtali til þess að á þá væri hlustað. Að lýsa atburðarrás í ítarlegu klukkustundar viðtali við þolanda, hefði ekki átt að þurfa til að kalla fram viðbrögð eða umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður sagði í þættinum að staða fjölmiðla væri erfið í málum sem þessum, þar sem þær skyldur hvíla á fjölmiðlum umfram aðra miðla, að sanna mál sitt ef þau fara fyrir dómstóla. Vitað er að oft eru fjölmiðlar kærðir í kjölfar umfjöllunar, frekar en þeir sem málin varðar sem fjallað var um. Í tilkynningu Hreggviðs Jónssonar frá því 6.janúar síðastliðinn, má hins vegar sjá að fjárhagslegir hagsmunir virðast hafa nokkuð um það að segja, hvenær viðbrögð verða. Í tilkynningu Hreggviðs segir meðal annars: „Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas (Capital)og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ Þegar afkomu eða orðspori er ógnað Sigríður Indriðadóttir er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Saga Competence, sem sérhæfir sig í því að uppræta þöggun og meðvirkni á vinnustöðum og í öðrum hópum. Þar á meðal innan stjórna og hluthafahópa eða embættismannakerfisins. Sigríður segir augljóst að það sem kallaði fram viðbrögðin fyrst og fremst var að hagsmunir voru í hættu. Í þessum tilfellum virðist vera að um leið og Vítalía steig fram og almenningur fékk þessar upplýsingar beint í æð og það sem áður var orðrómur fór með beinum hætti að ógna afkomu og orðspori fyrirtækisins, þá allt í einu virtist hugrekkið, verkfærin, stuðningurinn og svigrúmið vera til staðar.“ Sigríður segir þó aldrei í lagi að bíða með viðbrögð. „Er í lagi að fólk sýni af sér ósæmilega hegðun bara ef það kemst ekki upp? Og svarið við því er nei, það er ekki í lagi. Það er aldrei í lagi að samþykkja slíkt.“ Sigríður segir þöggun eina af mörgum birtingarmyndum meðvirknimynstra. „Þöggun birtist þannig að fólk sér, veit eða heyrir af einhverju sem það veit að er ekki í lagi og getur skaðað starfsfólkið eða fyrirtækið eða samfélagið sem heild, en velur að gera ekkert í því, jafnvel þó viðkomandi beri ábyrgð á því að gera eitthvað.“ Sigríður segir þöggun alltaf vera val. „Hver og einn velur viðbrögðin sín í aðstæðum sem þessum og velur jafnframt hvort hann eða hún tekur ábyrgð á því að taka á málunum eða ekki. Og ef maður velur að gera ekki neitt, jafnvel þó maður hafi upplýsingar sem gefa til kynna ósæmilega hegðun, frammistöðuleysi, ofbeldi, markaleysi eða óheiðarleika, þá er maður sennilega ekki rétt manneskja á réttum stað.“ Að bregðast ekki við er líka þöggun. „Svo bara vita allir af þessu og enginn gerir neitt. Og áhrifin af því geta verið þau að starfsfólkið hættir að treysta þeim sem stýra fyrirtækinu og eiga að bera ábyrgð á velferð þeirra, það hættir að virða viðkomandi, það fer mikið baktal í gang og allt þetta leiðir af sér svo mikla óþarfa vanlíðan sem er ekki gott fyrir neinn, hvorki starfsfólkið, fyrirtækjamenninguna né reksturinn.“ Eftir höfðinu dansa limirnir Sigríður segir mjög mikilvægt að fólk sem situr í stjórnum sinni sínum störfum af festu og samþykki ekki undir neinum kringumstæðum eitthvað sem það veit að er ekki í lagi. „Það er alveg sama hversu viðkvæmt eða erfitt málið er. Það þarf að taka samtölin,“ segir Sigríður og útskýrir að betra sé að bregðast við strax heldur en síðar. Að minnsta kosti ef fólk á að treysta þeim. Stjórnendur og stjórnir sem taka strax á málum um leið og þau koma upp, þeim er treyst. Hinum ekki. Ef fólk gerir mistök eða brýtur af sér þá er svo mikilvægt að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenna þau strax, til að læra af þeim og koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Stærstu mistökin eru að reyna að hvítþvo sig af þeim.“ Þá segir Sigríður fólk ekki alltaf hafa þor. „Ég hef séð það að stundum skortir fólk hugrekki, verkfæri eða stuðning til að taka á málum jafnvel þó það liggi fyrir upplýsingar um eitthvað sem er ekki í lagi.“ Í þessum efnum segist Sigríður vinna mikið með alls kyns fyrirtækjum. Bæði í einkageiranum og þeim opinbera. Vinnan felist í því að greina og vinna með það, hvernig hægt er að uppræta meðvirknimynstur. Sem oft hafa skapast á löngum tíma og eru jafnvel orðin hluti af menningunni. Til mikils sé að vinna að uppræta þess háttar mynstur því þau meiða og draga úr árangri. „Meðvirkni á vinnustað hefur áhrif á líðan fólks sem hefur áhrif á frammistöðu þeirra og menninguna, sem kemur svo niður á heildarárangri fyrirtækisins ef ekkert er að gert,“ segir Sigríður og bætir við: Ef meðvirknimynstur fá að grassera í efstu lögunum, stjórn og eigendahópi, þá hríslast það út um allt fyrirtækið. Eftir höfðinu dansa limirnir og starfsfólk veit nákvæmlega hvað er í gangi og hvert orðið á götunni er hverju sinni. Svo bara bíður það og fylgist með hvernig er brugðist við. Góðu ráðin Í kjölfar ásakana Vítalíu Lazarevu og síðbúin viðbrögð fyrirtækja og fjölmiðla, velta sumir fyrir sér hvort það sé raunhæft að trúa því að atvinnulífið hafi burði til að breyta nokkru. Eða eru peningar sterkari en siðferðið þegar á reynir? „Ég held að það sé alveg hægt að snúa þessari spurningu við. Peningar ættu einmitt að vera það vald sem gerir að verkum að stjórnir, hluthafar, stjórnendur eða starfsfólk geri allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta meðvirknina frekar en hitt. Því það tapa allir þar sem meðvirknimynstur ráða ríkjum. Í víðum skilningi,“ segir Sigríður. Ávinningurinn er alltaf meiri í aðgerðum. „Við eigum að hafa gott siðferði að leiðarljósi. Alltaf. Ekkert fyrirtæki ætti að leyfa meðvirknimynstrum að þróast með því að samþykkja eitthvað sem er ekki í lagi, breiða yfir mistök og horfa alltaf með blinda auganu. Það er einfaldlega til svo miklu meira að vinna með því að uppræta meðvirknina. Þá verður betri líðan hjá fólki, betri menning, betri frammistaða, meiri fókus á árangur og já: miklu meiri peningar!“ En hvað geta til dæmis stjórnir og hluthafahópar gert núna, sem vilja fyrirbyggja að mál eins og Vítalíu komi upp innan þeirra raða? „Ef stjórnir fyrirtækja, félagasamtaka eða hvaða skipulagsheilda sem er fá upplýsingar eða afspurn af ósæmilegri hegðun einhvers í efstu lögunum, sem er í forsvari fyrir fyrirtækið eða gegnir lykilhlutverki í einhverri mynd, þá er sú leið alltaf fær að bregðast við með svipuðum hætti og ef fólk leggur fram kvörtun vegna eineltis,“ segir Sigríður og bætir við: „Slík mál þarf að rannsaka og til að gæta hlutleysis er til dæmis hægt að fá utanaðkomandi ráðgjöf eða biðja þar til bæra sérfræðinga um að taka samtölin og rannsaka málið ofan í kjölinn. Mögulega þarf að hafa samband við lögreglu, þetta fer allt eftir eðli málsins. Svo kemur einhver niðurstaða út úr því sem hægt er að vinna með.“ Aðalmálið er að samþykkja aldrei neitt, sem við vitum að er ekki í lagi. Hver svo sem á í hlut. Því ef eitthvað er ekki í lagi þá veldur það skaða sem oft á tíðum er óafturkræfur. Og þá er ég ekki bara að tala um fjárhagslegan skaða, heldur líka skaða þegar kemur að velferð og líðan starfsfólks, fyrirtækjamenningunni sem og orðspori og trúverðugleika fyrirtækisins.“ Sigríður bendir að lokum á að það eru gerendur sem eiga að taka afleiðingunum. Með snemmbúnum viðbrögðum er best hægt að tryggja að hegðun gerenda, skaði ekki of marga. „Maður á að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima. Og ef það kemur í ljós að já, orðrómurinn reyndist á rökum reistur, þá þarf að finna út úr hver bestu viðbrögðin eru eftir eðli málsins hverju sinni og bregðast við strax, áður en það verður of seint og getur valdið óbætanlegum skaða.“ Atvinnulífið mun fjalla nánar um málið á næstu dögum. MeToo Stjórnun Kynferðisofbeldi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Góðu ráðin Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Ef maður velur að gera ekki neitt, jafnvel þó maður hafi upplýsingar sem gefa til kynna ósæmilega hegðun, frammistöðuleysi, ofbeldi, markaleysi eða óheiðarleika, þá er maður sennilega ekki rétt manneskja á réttum stað,“ segir Sigríður Indriðadóttir og bætir við: Ef maður er stjórnarmaður, hluthafi eða eigandi sem hefur vitneskju um ósæmilega hegðun en gerir ekki neitt, þá er maður óhjákvæmilega orðinn partur af vandamálinu.“ Atburðarrásin hefur verið hröð frá því 6.janúar síðastliðinn, þegar ung kona, Vítalía Lazareva, kom fram með sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Í því viðtali lýsti hún kynferðisbrotum þjóðþekktra manna, sem þó höfðu verið á allra vitorði frá því að hún nafngreindi meinta gerendur í Instagram í október á síðasta ári. En hvers vegna voru viðbrögðin svona sein? Í Atvinnulífinu í dag og næstu daga, verður fjallað um valdamikla gerendur og þeirri spurningu velt upp hvort ástæða sé til þess að stjórnir og hluthafahópar, til dæmis stærstu fyrirtækja landsins, skoði alvarlega hvernig hægt er að fyrirbyggja að mál sem þessi líðist og/eða hvernig bregðast skuli við þeim. Þögnin valin og síðan útskýrð Ljóst er af umfjöllun fjölmiðla síðustu daga að fyrirtækin sem meintu gerendurnir fimm tengjast, vissu öll af ásökunum Vítalíu um kynferðisbrotin fyrir mörgum vikum síðan. Í október síðastliðnum sagði Vítalía Lazareva frá því að valdamiklir menn hefðu brotið á henni. Vítalía nafngreindi þá mennina á Instagramsíðu sinni. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækin sem þessir menn tengjast, voru með upplýsingar um þá frásögn en fjölmiðlar höfðu þá ítrekað reynt að fá svör frá þeim, sem og ýmsum hluthöfum þeirra. Það var í október á síðasta ári sem Vítalía Lazareva birti færslu á Instagramsíðu sinni. Þar sagði hún frá því að þjóðþekktir menn hefðu brotið á henni í sumarbústaðaferð. Í færslunni sagði Vítalía mennina hafa þuklað á sér, stungið fingrum í endaþarm hennar og fleira. Vítalía nafngreindi mennina og sagði þá vera Arnar Grant, Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Jóhannsson. Allt valdamiklir menn á aldri við foreldra hennar eða eldri. Um fátt annað var rætt í heimi viðskipta- og fjármála í margar vikur á eftir og ekki annað hægt að segja en að þar hafi málið verið á allra vitorði. Þó er ljóst að fyrstu viðbrögð fyrirtækjanna voru þögn. Þessi þögn virðist hafa verið ákveðin fyrirfram og þá þannig að ekkert yrði gert, nema málin kæmust í hámæli. Sem dæmi má rifja upp viðtal við Elínu Margréti Stefánsdóttur, stjórnarformann Íseyjar útflutnings, í viðtali við fréttastofu þann 6.janúar, sama dag og tilkynnt var um að Ari Edwald forstjóri Íseyjar, væri farinn í leyfi að eigin ósk. Elín segir þá: „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi.“ Það sama virðist hafa verið upp á teningnum hjá Festu, en Festa er eitt stærsta fyrirtæki landsins og að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Í tilkynningu sem stjórn Festi sendi til Kauphallarinnar fyrir helgi, er staðfest að vitneskja hafi legið fyrir um ásakanir á hendur stjórnarformanni félagsins, en stjórnin ekki talið sig hafa „rými“ til aðgerða. „Umrætt mál var litið mjög alvarlegum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoðunar á vettvangi hennar í samræmi við þau lög, samþykktir og reglur sem henni ber að starfa eftir. Frá upphafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregðast við.“ Samkvæmt tilkynningu stjórnar Festi er ætlunin að kynna nýjar starfsreglur stjórnar á aðalfundi félagsins þann 22.mars næstkomandi. Í Pallborði Vísis á dögunum kom fram gagnrýni á fjölmiðla og að því spurt, hvers vegna þeir höfðu ekki fjallað um málið strax í kjölfar Instagramfærslu Vítalíu í október. Í þeim þætti sagði Bára Huld Beck að Kjarninn hefði verið einn þeirra fjölmiðla sem hefði frá því í október, ítrekað reynt að koma málinu í umfjöllun. Meðal annars með því að senda fyrirspurnir á forsvarmenn þeirra fyrirtækja sem meintir gerendur tengjast. Edda Falak sagði hins vegar óskiljanlegt að þolendur þyrftu að stíga fram í viðtali til þess að á þá væri hlustað. Að lýsa atburðarrás í ítarlegu klukkustundar viðtali við þolanda, hefði ekki átt að þurfa til að kalla fram viðbrögð eða umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður sagði í þættinum að staða fjölmiðla væri erfið í málum sem þessum, þar sem þær skyldur hvíla á fjölmiðlum umfram aðra miðla, að sanna mál sitt ef þau fara fyrir dómstóla. Vitað er að oft eru fjölmiðlar kærðir í kjölfar umfjöllunar, frekar en þeir sem málin varðar sem fjallað var um. Í tilkynningu Hreggviðs Jónssonar frá því 6.janúar síðastliðinn, má hins vegar sjá að fjárhagslegir hagsmunir virðast hafa nokkuð um það að segja, hvenær viðbrögð verða. Í tilkynningu Hreggviðs segir meðal annars: „Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas (Capital)og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ Þegar afkomu eða orðspori er ógnað Sigríður Indriðadóttir er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Saga Competence, sem sérhæfir sig í því að uppræta þöggun og meðvirkni á vinnustöðum og í öðrum hópum. Þar á meðal innan stjórna og hluthafahópa eða embættismannakerfisins. Sigríður segir augljóst að það sem kallaði fram viðbrögðin fyrst og fremst var að hagsmunir voru í hættu. Í þessum tilfellum virðist vera að um leið og Vítalía steig fram og almenningur fékk þessar upplýsingar beint í æð og það sem áður var orðrómur fór með beinum hætti að ógna afkomu og orðspori fyrirtækisins, þá allt í einu virtist hugrekkið, verkfærin, stuðningurinn og svigrúmið vera til staðar.“ Sigríður segir þó aldrei í lagi að bíða með viðbrögð. „Er í lagi að fólk sýni af sér ósæmilega hegðun bara ef það kemst ekki upp? Og svarið við því er nei, það er ekki í lagi. Það er aldrei í lagi að samþykkja slíkt.“ Sigríður segir þöggun eina af mörgum birtingarmyndum meðvirknimynstra. „Þöggun birtist þannig að fólk sér, veit eða heyrir af einhverju sem það veit að er ekki í lagi og getur skaðað starfsfólkið eða fyrirtækið eða samfélagið sem heild, en velur að gera ekkert í því, jafnvel þó viðkomandi beri ábyrgð á því að gera eitthvað.“ Sigríður segir þöggun alltaf vera val. „Hver og einn velur viðbrögðin sín í aðstæðum sem þessum og velur jafnframt hvort hann eða hún tekur ábyrgð á því að taka á málunum eða ekki. Og ef maður velur að gera ekki neitt, jafnvel þó maður hafi upplýsingar sem gefa til kynna ósæmilega hegðun, frammistöðuleysi, ofbeldi, markaleysi eða óheiðarleika, þá er maður sennilega ekki rétt manneskja á réttum stað.“ Að bregðast ekki við er líka þöggun. „Svo bara vita allir af þessu og enginn gerir neitt. Og áhrifin af því geta verið þau að starfsfólkið hættir að treysta þeim sem stýra fyrirtækinu og eiga að bera ábyrgð á velferð þeirra, það hættir að virða viðkomandi, það fer mikið baktal í gang og allt þetta leiðir af sér svo mikla óþarfa vanlíðan sem er ekki gott fyrir neinn, hvorki starfsfólkið, fyrirtækjamenninguna né reksturinn.“ Eftir höfðinu dansa limirnir Sigríður segir mjög mikilvægt að fólk sem situr í stjórnum sinni sínum störfum af festu og samþykki ekki undir neinum kringumstæðum eitthvað sem það veit að er ekki í lagi. „Það er alveg sama hversu viðkvæmt eða erfitt málið er. Það þarf að taka samtölin,“ segir Sigríður og útskýrir að betra sé að bregðast við strax heldur en síðar. Að minnsta kosti ef fólk á að treysta þeim. Stjórnendur og stjórnir sem taka strax á málum um leið og þau koma upp, þeim er treyst. Hinum ekki. Ef fólk gerir mistök eða brýtur af sér þá er svo mikilvægt að horfast í augu við sjálfan sig og viðurkenna þau strax, til að læra af þeim og koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Stærstu mistökin eru að reyna að hvítþvo sig af þeim.“ Þá segir Sigríður fólk ekki alltaf hafa þor. „Ég hef séð það að stundum skortir fólk hugrekki, verkfæri eða stuðning til að taka á málum jafnvel þó það liggi fyrir upplýsingar um eitthvað sem er ekki í lagi.“ Í þessum efnum segist Sigríður vinna mikið með alls kyns fyrirtækjum. Bæði í einkageiranum og þeim opinbera. Vinnan felist í því að greina og vinna með það, hvernig hægt er að uppræta meðvirknimynstur. Sem oft hafa skapast á löngum tíma og eru jafnvel orðin hluti af menningunni. Til mikils sé að vinna að uppræta þess háttar mynstur því þau meiða og draga úr árangri. „Meðvirkni á vinnustað hefur áhrif á líðan fólks sem hefur áhrif á frammistöðu þeirra og menninguna, sem kemur svo niður á heildarárangri fyrirtækisins ef ekkert er að gert,“ segir Sigríður og bætir við: Ef meðvirknimynstur fá að grassera í efstu lögunum, stjórn og eigendahópi, þá hríslast það út um allt fyrirtækið. Eftir höfðinu dansa limirnir og starfsfólk veit nákvæmlega hvað er í gangi og hvert orðið á götunni er hverju sinni. Svo bara bíður það og fylgist með hvernig er brugðist við. Góðu ráðin Í kjölfar ásakana Vítalíu Lazarevu og síðbúin viðbrögð fyrirtækja og fjölmiðla, velta sumir fyrir sér hvort það sé raunhæft að trúa því að atvinnulífið hafi burði til að breyta nokkru. Eða eru peningar sterkari en siðferðið þegar á reynir? „Ég held að það sé alveg hægt að snúa þessari spurningu við. Peningar ættu einmitt að vera það vald sem gerir að verkum að stjórnir, hluthafar, stjórnendur eða starfsfólk geri allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta meðvirknina frekar en hitt. Því það tapa allir þar sem meðvirknimynstur ráða ríkjum. Í víðum skilningi,“ segir Sigríður. Ávinningurinn er alltaf meiri í aðgerðum. „Við eigum að hafa gott siðferði að leiðarljósi. Alltaf. Ekkert fyrirtæki ætti að leyfa meðvirknimynstrum að þróast með því að samþykkja eitthvað sem er ekki í lagi, breiða yfir mistök og horfa alltaf með blinda auganu. Það er einfaldlega til svo miklu meira að vinna með því að uppræta meðvirknina. Þá verður betri líðan hjá fólki, betri menning, betri frammistaða, meiri fókus á árangur og já: miklu meiri peningar!“ En hvað geta til dæmis stjórnir og hluthafahópar gert núna, sem vilja fyrirbyggja að mál eins og Vítalíu komi upp innan þeirra raða? „Ef stjórnir fyrirtækja, félagasamtaka eða hvaða skipulagsheilda sem er fá upplýsingar eða afspurn af ósæmilegri hegðun einhvers í efstu lögunum, sem er í forsvari fyrir fyrirtækið eða gegnir lykilhlutverki í einhverri mynd, þá er sú leið alltaf fær að bregðast við með svipuðum hætti og ef fólk leggur fram kvörtun vegna eineltis,“ segir Sigríður og bætir við: „Slík mál þarf að rannsaka og til að gæta hlutleysis er til dæmis hægt að fá utanaðkomandi ráðgjöf eða biðja þar til bæra sérfræðinga um að taka samtölin og rannsaka málið ofan í kjölinn. Mögulega þarf að hafa samband við lögreglu, þetta fer allt eftir eðli málsins. Svo kemur einhver niðurstaða út úr því sem hægt er að vinna með.“ Aðalmálið er að samþykkja aldrei neitt, sem við vitum að er ekki í lagi. Hver svo sem á í hlut. Því ef eitthvað er ekki í lagi þá veldur það skaða sem oft á tíðum er óafturkræfur. Og þá er ég ekki bara að tala um fjárhagslegan skaða, heldur líka skaða þegar kemur að velferð og líðan starfsfólks, fyrirtækjamenningunni sem og orðspori og trúverðugleika fyrirtækisins.“ Sigríður bendir að lokum á að það eru gerendur sem eiga að taka afleiðingunum. Með snemmbúnum viðbrögðum er best hægt að tryggja að hegðun gerenda, skaði ekki of marga. „Maður á að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima. Og ef það kemur í ljós að já, orðrómurinn reyndist á rökum reistur, þá þarf að finna út úr hver bestu viðbrögðin eru eftir eðli málsins hverju sinni og bregðast við strax, áður en það verður of seint og getur valdið óbætanlegum skaða.“ Atvinnulífið mun fjalla nánar um málið á næstu dögum.
MeToo Stjórnun Kynferðisofbeldi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Góðu ráðin Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Dáist að hugrökkum konum sem ræða um skipulagt ofbeldi Forseti Alþýðusambands Íslands segir dásamlegt að verða vitni að breytingum á valdahlutföllum í íslensku samfélagi. Konur af hennar kynslóð hafi hvíslast á um einstaka menn og varað aðrar konur við þeim. 7. janúar 2022 16:01
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29