Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 12:31 Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða stórt og áríðandi verkefni. Vísir/Vilhelm Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi. Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08