Kínverjar eru einnig byrjaðir að gifta sig síðar á ævinni og konum á barnaeignaraldri hefur farið fækkandi.
Árið 2021 fæddust 7,52 börn á hverja íbúa og hefur það aldrei verið lægra frá því mælingar hófust árið 1949. Alls fæddust 10,62 milljónir barna 2021, samanborið við tólf milljónir 2020.
Fólksfjölgun í Kína var 0,34 prósent og hefur hún ekki verið lægri frá 1960. Kínverjum fjölgaði um um það bil 480 þúsund, úr 1,412 milljörðum í 1,4126 milljarða, samkvæmt frétt South China Morning Post (Áskriftarvefur).
Yfirvöld í Kína felldu úr gildi árið 2016 reglur landsins um að pör mættu einungis eignast eitt barn og var markmiðið að reyna að draga úr öldrun íbúa landsins. Nýja takmarkið miðaði við tvö börn en í fyrra var það hækkað í þrjú börn.
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar hafa yfirvöld einnig reynt að draga úr kostnaði við að eiga börn með því að niðurgreiða þjónustu fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis með því að banna barnagæslu með hagnað í huga.
Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við segja mögulegt að fjöldi Kínverja hafi náð hámarki í fyrra. Fæðingum gæti lækkað áfram á næstu árum, verði ekki gripið til frekari aðgerða.
Einn nefnir að til greina komi að gefa fjölskyldum afslætti á skatta, beinar peningagreiðslur eða mögulega setja skilyrði á fólk í atvinnulífinu þannig að fólk gæti frekar fengið stöðuhækkun í vinnu ef það eigi börn.