Kringlukastþjálfarinn Vésteinn átti frábært ár, eða það er að segja lærisveinar hans og þar af leiðandi hann líka. Daniel Ståhl vann Ólympíuleikana sem fram fóru í Tókýó í sumar. Simon Patterson, annar af lærisveinum Vésteins, nældi í silfur á leikunum.
Ståhl trónir á toppi heimslistans enda vann hann 19 af 20 mótum sem hann tók þátt í á síðasta ári. Í þessu eina sem hann tapaði var það Petterson sem vann.
Ståhl á einnig 10 af 14 lengstu köstum ársins í heiminum ásamt því að eiga fjórða til fimmta besta árangur sögunnar í kringlukasti.
Þá þjálfar Vésteinn einnig sænska kringlukastarann Fanny Roos sem setti sænskt met í kúluvarpi á árinu og keppti á Ólympíuleikunum. Enn fremur er norski kringlukastarinn Marcus Thomsen þjálfaður af Vésteini, en Marcus setti norskt met í kringlukasti á árinu.