Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 10:19 Skimað fyrir Covid-19 í Sydney í Ástralíu. EPA/FLAVIO BRANCALEONE Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi. Innlagnir á sjúkrahús í Ástralíu hafa sömuleiðis aldrei verið fleiri. Ríkisstjórn landsins hefur minnt forsvarsmenn ríkja landsins á samkomulag sem gert var í upphafi faraldursins um að einkarekin sjúkrahús geti létt undir álagið á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt ABC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, segir þau sjúkrahús búa yfir fjölmörgu hæfu starfsfólki sem hægt sé að nota í faraldrinum. Samkvæmt frétt Reuters greindust 73 þúsund nýsmitaðir undanfarinn sólarhring en á fimmtudaginn var fjöldi nýsmitaðra í 150 þúsund. Frá upphafi faraldursins hafa um 1,6 milljónir Ástrala greinst smitaðir af Covid-19 og þar af um 1,3 milljónir á síðustu tveimur vikum. 2.776 hafa dáið í Ástralíu. Mikið álag á sjúkrahúsum í Frakklandi Álag á heilbrigðiskerfi hefur einnig aukist verulega í Frakklandi. Heilbrigðisráðuneytið sagði í gær að 888 hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús þann daginn og í heildina væru þeir 25.775. Það er mesta dagsaukning frá því í nóvember 2020, áður en bólusetningar hófust í landinu. Alls eru 3.913 á gjörgæslu og fjölgaði þeim um 61, samkvæmt frétt Reuters. Heilbrigðisyfirvöld búast við því að fjöldi nýsmitaðra hafa mögulega náð hámarki og að innlagnir og veikindi nái hámarki á næstu misserum. Sjá einnig: Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Fyrstu samkomutakmarkanirnar í Japan Í Japan eru ráðamann að íhuga að grípa til samkomutakmarkana vegna mikillar dreifingar kóronuveirunnar. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi slíkum aðgerðum aldrei verið beitt þar og þess í stað hafa yfirvöld beðið eigendur veitinga- og skemmtistaða um að loka snemma. Búist er við því að samkomutakmörkunum verði komið á á föstudaginn. „Smituðum fjölgar á fordæmalausum hraða,“ hefur fréttaveitan eftir Hirokazou Matsuno, heilbrigðisráðherra. Í Japan hafa um áttatíu prósent íbúa fengið tvo skammta bóluefnis en einungis eitt prósent hafa fengið aukaskammt. Ríkisstjórnin hefur heitið því að gefið verði í við dreifingu aukaskammta en það verði ekki fyrr en eftir mars. Búast við mikilli fjölgun smitaðra á næstu vikum Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands, varaði við því í gær að fimmta bylgja Covid-19 væri skollin á landinu. Hann býst við því að um miðjan febrúar nái fjöldi nýsmitaðra um 60 þúsund á dag. Þann 1. apríl 2021 greindust 35.251 smitaðir í Póllandi og það er hæsti fjöldi nýsmitaðra sem greinst hefur á einum degi í Póllandi. Reuters segir frá því að á föstudaginn hafi þrettán af sautján meðlimum í ráðgjafaráði forsætisráðherra Póllands sagt af sér. Þeir fordæmdu skort á undirbúningi og vöruðu við því að þessi fimmta bylgja myndi valda gífurlegu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Dr. Konstanty Szuldrzynski, sagði í gær að það væri ekki bara vegna lágs hlutfalls bólusettra að rúmlega hundrað þúsund manns hefðu dáið í Póllandi. Það væri líka vegna þess að heilbrigðiskerfi landsins væri úr sér gengið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Frakkland Japan Pólland Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44 Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Innlagnir á sjúkrahús í Ástralíu hafa sömuleiðis aldrei verið fleiri. Ríkisstjórn landsins hefur minnt forsvarsmenn ríkja landsins á samkomulag sem gert var í upphafi faraldursins um að einkarekin sjúkrahús geti létt undir álagið á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt ABC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, segir þau sjúkrahús búa yfir fjölmörgu hæfu starfsfólki sem hægt sé að nota í faraldrinum. Samkvæmt frétt Reuters greindust 73 þúsund nýsmitaðir undanfarinn sólarhring en á fimmtudaginn var fjöldi nýsmitaðra í 150 þúsund. Frá upphafi faraldursins hafa um 1,6 milljónir Ástrala greinst smitaðir af Covid-19 og þar af um 1,3 milljónir á síðustu tveimur vikum. 2.776 hafa dáið í Ástralíu. Mikið álag á sjúkrahúsum í Frakklandi Álag á heilbrigðiskerfi hefur einnig aukist verulega í Frakklandi. Heilbrigðisráðuneytið sagði í gær að 888 hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús þann daginn og í heildina væru þeir 25.775. Það er mesta dagsaukning frá því í nóvember 2020, áður en bólusetningar hófust í landinu. Alls eru 3.913 á gjörgæslu og fjölgaði þeim um 61, samkvæmt frétt Reuters. Heilbrigðisyfirvöld búast við því að fjöldi nýsmitaðra hafa mögulega náð hámarki og að innlagnir og veikindi nái hámarki á næstu misserum. Sjá einnig: Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Fyrstu samkomutakmarkanirnar í Japan Í Japan eru ráðamann að íhuga að grípa til samkomutakmarkana vegna mikillar dreifingar kóronuveirunnar. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi slíkum aðgerðum aldrei verið beitt þar og þess í stað hafa yfirvöld beðið eigendur veitinga- og skemmtistaða um að loka snemma. Búist er við því að samkomutakmörkunum verði komið á á föstudaginn. „Smituðum fjölgar á fordæmalausum hraða,“ hefur fréttaveitan eftir Hirokazou Matsuno, heilbrigðisráðherra. Í Japan hafa um áttatíu prósent íbúa fengið tvo skammta bóluefnis en einungis eitt prósent hafa fengið aukaskammt. Ríkisstjórnin hefur heitið því að gefið verði í við dreifingu aukaskammta en það verði ekki fyrr en eftir mars. Búast við mikilli fjölgun smitaðra á næstu vikum Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands, varaði við því í gær að fimmta bylgja Covid-19 væri skollin á landinu. Hann býst við því að um miðjan febrúar nái fjöldi nýsmitaðra um 60 þúsund á dag. Þann 1. apríl 2021 greindust 35.251 smitaðir í Póllandi og það er hæsti fjöldi nýsmitaðra sem greinst hefur á einum degi í Póllandi. Reuters segir frá því að á föstudaginn hafi þrettán af sautján meðlimum í ráðgjafaráði forsætisráðherra Póllands sagt af sér. Þeir fordæmdu skort á undirbúningi og vöruðu við því að þessi fimmta bylgja myndi valda gífurlegu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Dr. Konstanty Szuldrzynski, sagði í gær að það væri ekki bara vegna lágs hlutfalls bólusettra að rúmlega hundrað þúsund manns hefðu dáið í Póllandi. Það væri líka vegna þess að heilbrigðiskerfi landsins væri úr sér gengið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Frakkland Japan Pólland Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44 Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46
Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44
Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45